Íslenskar ofurkonur sem hafa haslað sér völl erlendis

Við eigum eftir að heyra mikið frá þessum og fleiri …
Við eigum eftir að heyra mikið frá þessum og fleiri íslenskum konum í framtíðinni. Samsett mynd

Margar íslenskar konur hafa haslað sér völl erlendis á fjölbreyttum vettvangi og náð miklum frama á alþjóðavísu enda með víkingablóð í æðum.

Íslenskar konur eru ástríðufullar, gáfaðar, framsæknar, sterkar, sannfærandi, kjarkmiklar og óhræddar við að fylgja draumum sínum og ástríðu. 

Hér eru nokkrar sem eltu ástríðu sína út fyrir landsteinana!

Hildur Guðnadóttir - 41 árs

Hildur er tónskáld og tónlistarkona. Hún vakti fyrst athygli aðeins 15 ára gömul sem forsprakki og söngkona hljómsveitarinnar Woofer. Hildur útskrifaðist frá tónsmíðabraut Listaháskóla Íslands árið 2005 og hefur starfað sem tónskáld alla daga síðan. 

Hildur hefur einbeitt sér að kvikmyndatónlist síðastliðin ár og vakið ómælda athygli með verkum sínum og þau vakið eftirtekt víða um heim. Hún hefur unnið til fjölda verðlauna fyrir verk sín og hlaut meðal annars Emmy-, og Grammy-verðlaun fyrir sjónvarpsþáttaröðina Chernobyl og Golden Globe-, BAFTA-, og Óskarsverðlaun fyrir stórmyndina The Joker. Hildur á því aðeins eftir að næla sér í Tony-verðlaun til að komast í hóp EGOT-hafa.

Hildur Guðnadóttir með Óskarinn.
Hildur Guðnadóttir með Óskarinn. AFP

Sara Sigmundsdóttir - 31 árs

Sara Sigmundsdóttir hefur, eins og alþjóð eflaust veit, átt mikilli velgengni að fagna í CrossFit-heiminum og er ein stærsta stjarna íþróttarinnar. Sara hefur ítrekað staðið á verðlaunapalli á CrossFit-leikunum og fleiri mótum víða um heim og er sannkölluð fyrirmynd hvað varðar metnað og lífsstíl. 

Sara, einn vinsælasti Íslendingurinn á samfélagsmiðlinum Instagram með tæplega tvær milljónir fylgjenda, hefur stundað kraftlyftingar og CrossFit af kappi síðastliðin tíu ár. 

Sara Sigmundsdóttir hefur náð ótrúlegum árangri í CrossFit.
Sara Sigmundsdóttir hefur náð ótrúlegum árangri í CrossFit. Kristinn Magnússon

Björk Guðmundsdóttir - 58 ára 

Björk Guðmundsdóttir var fyrsta íslenskra kvenna til að náð alþjóðlegri hylli í hinum stóra tónlistarheimi. Björk hóf feril sinn ung að árum þegar hún byrjaði að læra á píanó aðeins 11 ára gömul. Fyrsta plata söngkonunnar, titluð Björk, leit dagsins ljós ári síðar eða í desember 1977. 

Árið 1986 stofnaði tónlistarkonan hljómsveitina KUKL ásamt fimm öðrum en sveitin varð síðar þekkt undir heitinu Sykurmolarnir. Sveitin hætti árið 1992 og hóf Björk þá sólóferil sem hefur verið á fullri ferð síðan. 

Björk var tilnefnd til Óskarsverðlauna 2001 fyrir tónlist í kvikmyndinni Dancer in the Dark og muna eflaust allir eftir kjólnum sem tónlistarkonan klæddist á verðlaunahátíðina, en svanakjóllinn er án efa einn umtalaðasti kjóll sem sést hefur á rauða dreglinum, fyrr og síðar. 

Undir lok síðasta árs gaf Björk út lagið Oral ásamt söngkonunni Rosalíu. Markmiðið með útgáfu þess var að vekja athygli á ógnvekjandi grimmd þegar kemur að sjókvíaeldi. 

Björk Guðmundsdóttir.
Björk Guðmundsdóttir. Ljósmynd/Aðsend

Heba Þórisdóttir - 58 ára 

Einn fremsti förðunarfræðingur Íslands, Heba Þórisdóttir, hefur getið sér gott orð í Hollywood og unnið með nokkrum af stærstu og áhrifamestu nöfnum í skemmtanaiðnaðinum síðastliðin 20 ár. 

Heba hóf feril sinn á bak við tjöldin við gerð tónlistarmyndbanda og vann með listamönnum á við REM, Bruce Springsteen, Red Hot Chili Peppers og Sting. 

Undanfarin ár hefur Heba hjálpað til við að skapa einhverja af eftirminnilegustu kvikmyndakarakterum síðustu ára en verk hennar má sjá í kvikmyndum á við Once Upon A Time...In Hollywood, The Hateful Eight, Django Unchained, Inglorious Bastards og Kill Bill vol. 1 & 2. Heba starfar reglulega með Quentin Tarantino, Cate Blanchett og Scarlett Johansson.

Heba Þórisdóttir.
Heba Þórisdóttir. Skjáskot/Instagram

Laufey Lín Jónsdóttir - 24 ára 

Söngkonan Laufey Lín hefur verið á allra vörum undanfarna mánuði, en hún kom eins og þruma úr heiðskíru lofti inn í tónlistarheiminn þrátt fyrir að hafa verið viðloðandi tónlistarheiminn, bæði sem flytjandi og lagahöfundur, í þónokkurn tíma. 

15 ára gömul sigraði Laufey Lín Söngkeppni Samfés og í framhaldi tók hún þátt í bæði Ísland Got Talent og The Voice Iceland þar sem hún náði í undanúrslit. Árið 2018 þegar hún var á átjánda aldursári hélt hún til Boston til að hefja nám við hinn virta Berklee-tónlistarháskóla. Laufey Lín útskrifaðist þaðan árið 2021. 

Ári eftir útskrift gaf hún út sína fyrstu breiðskífu, Everything I Know About Love, sem náði inn á vinsældarlista á Íslandi og í Bandaríkjunum. Önnur breiðskífa tónlistarkonunnar, Bewitched, fylgdi eftir skömmu síðar, en hún hlaut tilnefningu til Grammy-verðlauna í flokki Traditional Pop Vocal Album fyrir þá plötu. 

Laufey Lín er skærasta stjarna Íslands á sviði tónlistar og …
Laufey Lín er skærasta stjarna Íslands á sviði tónlistar og er tilnefnd til Grammy-verðlauna.

Alma Guðmundsdóttir - 39 ára 

Alma Guðmundsdóttir, tónlistarkona og lagahöfundur, sló fyrst í gegn með stúlknasveitinni Nylon árið 2004 og eru því liðin 20 ár frá stofnun sveitarinnar. Nylon lagði upp laupana aðeins fjórum síðar þegar Emilía Óskarsdóttir sagði sig frá verkefninu, en Alma sneri aftur ásamt þeim Klöru Ósk Elíasdóttur og Steinunni Þóru Camillu Sigurðardóttur og þær endurskírðu sig The Charlie's.

Stúlkurnar fluttust búferlum til Los Angeles árið 2009 og reyndu fyrir sér í skemmtanabransanum vestanhafs en því ævintýri lauk árið 2015. 

Alma Guðmundsdóttir fann sig þó vel í Bandaríkjunum og hefur verið búsett þar alla tíð síðan. Hún hefur verið að gera góða hluti vestanhafs sem lagahöfundur og hefur starfað með fjölbreyttum hópi listamanna síðastliðin ár. Alma hefur meðal annars samið fyrir Afrojack, Ally Brooke úr Fifth Harmony og Katy Perry.

Alma Guðmundsdóttir hefur verið að gera það gott í Los …
Alma Guðmundsdóttir hefur verið að gera það gott í Los Angeles. Skjáskot/Instagram
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda