Sólrún Diego og Lína Birgitta létu sig ekki vanta

Harpa iðaði af lífi á umhverfismiðladeginum.
Harpa iðaði af lífi á umhverfismiðladeginum. Samsett mynd

Það var líf og fjör í menningarhúsi Hörpu þegar umhverfismiðladagurinn SKILABOÐ 2024 fór fram hinn 15. febrúar síðastliðinn. Fjöldi fólks lagði leið sína á ráðstefnuna og hlýddi á áhugaverð erindi fyrirlesara. Grínistinn góðkunni Sólmundur Hólm Sólmundarson, jafnan kallaður Sóli Hólm, sá um að halda hlutunum gangandi og gerði það með glans.

Erindi dagsins einblíndu á birtingar, rannsóknir og hvað það er sem gerir auglýsingar og markaðsherferðir árangursríkar. 

Meiri árangur næst með vel hönnuðu markaðsefni

Vésteinn Gauti Hauksson, framkvæmdarstjóri Billboard, sýndi fram á meiri árangur með vel hönnuðu markaðsefni. Hann hvatti viðskiptavini óspart til að nýta sér þjónustu fagmanna svo að markaðsefnið myndi ná og skila sem mestum árangri.

Ólafur Þór Gylfason, sviðsstjóri markaðsrannsókna hjá Maskínu, fór yfir gögn sem sýna töluverðan mun á því hvar kjósendur stjórnmálaflokka aka um borgina. Gögnin gefa því til kynna að hægt sé að velja birtingarstað eftir vöruflokkum, hegðunarmynstri og eða skoðunum þeirra sem aka um höfuðborgarsvæðið.

Tveir erlendir gestafyrirlesarar fluttu erindi á ráðstefnunni, Dino Burbidge og Nicola Fox. Burbidge fór yfir skemmtilegt auglýsingaefni sem hefur verið birt á frumlegan máta í öðrum löndum en Fox sýndi gögn sem benda til þess að árangur af markaðsherferðum sé enn betri ef notast er við umhverfismiðla sem hlusta af herferðinni. 

Helgi Pétur Lárusson, Daði Danielsson, Eleya og Maikki Sanikkainen frá …
Helgi Pétur Lárusson, Daði Danielsson, Eleya og Maikki Sanikkainen frá Chili studio. Ljósmynd/Aðsend
Anton Jarl og Anna Guðný frá Ja.is
Anton Jarl og Anna Guðný frá Ja.is Ljósmynd/Aðsend
Eydís, Nína og Birna frá Securitas.
Eydís, Nína og Birna frá Securitas. Ljósmynd/Aðsend
Vésteinn Gauti, Nicola Fox, Sóli Hólm, Dino og Ólafur Þór.
Vésteinn Gauti, Nicola Fox, Sóli Hólm, Dino og Ólafur Þór. Ljósmynd/Aðsend
Snædís, Saga, Íris og Jón Lárus frá Birtingarhúsinu og Billboard.
Snædís, Saga, Íris og Jón Lárus frá Birtingarhúsinu og Billboard. Ljósmynd/Aðsend
Snædís, Agnes Ýr, Agnar, Jón Lárus, Grímur, Auður og Ívar …
Snædís, Agnes Ýr, Agnar, Jón Lárus, Grímur, Auður og Ívar frá Birtingarhúsinu. Ljósmynd/Aðsend
Gunnar, Silja, Oddur, Guðjón, Alexander, Kári, Kristinn og Gunnar Ingi …
Gunnar, Silja, Oddur, Guðjón, Alexander, Kári, Kristinn og Gunnar Ingi frá Símanum. Ljósmynd/Aðsend
Oddur og Gísli frá Icelandair. Sveinbjörg, starfsmaður Straums, Hildur og …
Oddur og Gísli frá Icelandair. Sveinbjörg, starfsmaður Straums, Hildur og Trausti frá Vís og Hreiðar frá Datera. Ljósmynd/Aðsend
Sólrún Diego og Lína Birgitta.
Sólrún Diego og Lína Birgitta. Ljósmynd/Aðsend
Sylvia Erla og Helena.
Sylvia Erla og Helena. Ljósmynd/Aðsend
Aron Bjarki og Eva.
Aron Bjarki og Eva. Ljósmynd/Aðsend
SKILABOÐ 2024.
SKILABOÐ 2024. Ljósmynd/Aðsend
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda