Blush hefur opnað dyr sínar norðan heiða

Gerður Huld Arinbjarnardóttir eigandi Blush hefur opnað verslun á Akureyri.
Gerður Huld Arinbjarnardóttir eigandi Blush hefur opnað verslun á Akureyri. mbl.is/Þorgeir Baldursson

Gerður Huld Arinbjarnardóttir, jafnan kölluð Gerður í Blush, hefur opnað nýja verslun á Glerártorgi, Akureyri. Hún birti færslu á Instagram-síðu sinni í tilefni opnunarinnar. 

„Opin búð. Við erum mætt á Akureyri. Hlakka til að sjá ykkur öll,“ skrifaði Gerður við færsluna.

Gerður hefur unnið hörðum höndum ásamt samstarfsfólki sínu við að standsetja nýju Blush-verslunina, en hún fékk húsnæðið afhent þann 1. mars síðastliðinn.

Hún greindi frá því í nóvember að hún hefði skrifað undir samning á nýju verslunarhúsnæði en gaf ekkert upp um staðsetningu þess.  



mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda