„Blessað lambakjötið er ómissandi“

Guðmundur Karl Brynjarsson, sóknarprestur í Lindakirkju.
Guðmundur Karl Brynjarsson, sóknarprestur í Lindakirkju. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Guðmundur Karl Brynjarsson, sóknarprestur í Lindakirkju, hlakkar til að hitta söfnuðinn í Lindakirkju um páskana. Páskadagsmorgunn er í miklu uppáhaldi en þá er pálínuboð í kirkjunni.

Hvaða þýðingu hafa páskarnir fyrir þig?

„Páskarnir eru stóra hátíðin okkar. Við fögnum fæðingu Jesú á jólunum en upprisa Jesú frá dauðum boðar okkur sigur lífsins og kærleikans.“

Hvaða hluti páskana er í mestu uppáhaldi hjá þér?

„Páskadagsmorgunn. Að hitta söfnuðinn, fagna upprisu Jesú, syngja sigursálma og setjast svo saman við morgunverð. Í Lindakirkju höfum við þann sið að bjóða til pálínuboðs á páskadagsmorgun. Það er hlýlegt, heimilislegt og skemmtilegt.“

Er einhver boðskapur þér ofarlega í huga í ár?

„Ég er einn þriggja presta sem hafa verið tilnefndir til biskupskosninga. Ég er þakklátur fyrir að fá að taka þátt í þeirri vegferð. Ég hef valið mér einkunnarorð sem, eðli málsins samkvæmt, eru mér hugleikin þessa dagana: Verum uppbyggileg, verum örugg, verum óhrædd. Verum uppbyggileg kirkja sem miðlar elsku Guðs til allra og sýnir kærleikann í verki. Verum örugg kirkja sem byggir á traustum grunni orðsins, játninganna og kærleika Jesú Krists. Verum óhrædd kirkja sem felur Guði alla hluti, þiggur það hugrekki sem bænin veitir og tekst þannig á við allar hindranir og áskoranir.“

Lambakjötið er ómissandi

Nærðu að njóta páskanna með þínum nánustu í annríkinu?

„Já, sannarlega. Þó nóg sé að gera er mikilvægt að skapa sér næði og kyrrðarstund til að eiga með sínum nánustu.“

Hvað finnst þér ómissandi að borða um páskana?

„Blessað lambakjötið er ómissandi. Ég man ekki hvenær ég fékk skikkanlegt páskaegg síðast, en narta alltaf í nokkur af minnstu gerð og þykir alltaf gaman að málsháttunum. Merkilegasti boðskapur sem ég hef fengið úr páskaeggi var fyrir svona 10 til 15 árum og var svohljóðandi: „Það er erfitt fyrir sannleikann að standa nakinn undir hrollköldu ljósi kurteisinnar.“ Frábær orð sem ég hef mikið hugleitt.“

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda