Skerðist ellilífeyrir ef húsið er selt og minni íbúð keypt?

Vala Valtýsdóttir lögmaður á Lögfræðistofu Reykjavíkur svarar spurningum lesenda.
Vala Valtýsdóttir lögmaður á Lögfræðistofu Reykjavíkur svarar spurningum lesenda. Samsett mynd

Vala Valtýsdóttir lögmaður svarar spurningum lesenda Smartlands. Hér fær hún spurningu frá eldri borgara sem veltir fyrir sér hvort lífeyrir skerðist við sölu á húsi. 

Sæl Vala. 

Ég er eldri borgari á lífeyri.

Langar að spyrja hvort lífeyrinn skerðist ef ég sel hús sem ég byggði og hef búið í síðastliðin 6 ár og kaupi ódýrara hús eða sumarhús til að búa í?

Kveðja, 

SS

Sæll eldri borgari. 

Samkvæmt ákvæðum tekjuskattslaga þá er söluhagnaður íbúðarhúsnæðis undanþeginn skattlagningu, að því gefnu að rúmmetrar þess ásamt öðrum fasteignum í eigu viðkomandi séu ekki umfram 600 eða 1200 ef viðkomandi er í hjúskap ásamt því að eignartími seljanda hafi verið a.m.k. 2 ár. Hins vegar gilda þessi stærðarmörk ekki þegar um er að ræða íbúðarhúsnæði til eigin nota, þ.e. þá er söluhagnaðurinn ekki skattskyldur til tekjuskatts.

Hvað varðar skerðingu ellilífeyris þá hafa skattskyldar tekjur hafa áhrif á greiðslur frá Tryggingastofnun.

Ef sala á íbúðarhúsnæði myndar ekki skattskyldan söluhagnað eins og virðist vera í þessu tilviki þá hefur salan ekki áhrif á greiðslur lífeyris frá Tryggingastofnun.

Kær kveðja, 

Vala Valtýsdóttir lögmaður

Liggur þér eitthvað á hjarta? Þú getur sent Völu og öðrum lögmönnum á Lögfræðistofu Reykjavíkur spurningu HÉR. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda