Góð ráð við fjárhagskvíða

Alltaf er hægt að bæta jármálin, en ekki láta þau …
Alltaf er hægt að bæta jármálin, en ekki láta þau fara alveg með þig! Morgunblaðið/Golli

Fjármálin geta verið stór kvíðavaldur fyrir fólk, sérstaklega ef stanslaust er forðast það að ræða um peninga og horfast í augu við raunverulega fjárhagsstöðu. Hópur reynslumikilla sálfræðinga og fjármálaráðgjafa í Bandaríkjunum hafa tekið sig saman og gefið út nytsamleg bjargráð fyrir þau sem eiga erfitt með að losa sig úr greipum fjárhagskvíðans. 

Byrjaðu á byrjuninni

Sálfræðingurinn Traci Williams, sem sérhæfir sig í fjárhagskvíða, segir að flest fólk átti sig ekki á tengingunni á milli þess hvernig það ólst upp og hvað þau gera með peningana sína. Williams hefur helgað lifi sínu að hjálpa fólki við að mynda heilbrigðara samband við fjármálin sín. 

Williams ráðleggur fólki að taka stöðuna og skoða hvar það er raunverulega statt og æfa sig í að horfast í augu við það. Hún segir það mikilvægt að fólk átti sig á því hvað það eyðir miklu á mánuði og hvert peningarnir eru að fara.

Sýnið ykkur mildi

Laura Stanley er annar sálfræðingur innan teymisins en hún er í grunninn hjónabands- og fjölskyldusálfræðingur. Hún segir að algengasta vandamálið hjá fólki með fjárhagskvíða sé skömmin. Mikið af fólki veit vel af ýmsum leiðum til að bæta fjárhaginn t.d. með fjölmörgum hjálpar forritum og öllum þeim upplýsingum sem til eru á veraldarvefnum, en það fær sig ekki til að til að nýta sér hjálpartækin.  

„Að sleppa skömminni getur hjálpað þér að komast áfram. Til að gera það þarftu þó að  komast að því hvers vegna þú burðast með svona miklar fjárhagsáhyggjur til að byrja með. Þegar þú kemst að því hver rótin er verður auðveldara að slíta þig frá tilfinningunni: „Ég er ekki nóg“,“ segir Stanley. 

Ekki reyna of mikið á of stuttum tíma

Stanley segir að mikið af hennar viðskiptavinum vilji umbreyta fjárhagnum á einni nóttu eftir spjall hjá henni. Einhverjir fara strax í að búa til fjárhagsáætlun í Word-skjali, hlaða niður fjölmörgum fjárhags forritum, lesa bækur um viðskiptasnillinga og hlusta á fjöldann allan af hlaðvörpum. Allt þetta eru frábærara leiðir til að koma sér af stað en Stanley vill þó minna á að góðir hlutir gerast hægt. Hún segir það geta verið yfirþyrmandi að sitja við töfluna í margar klukkustundir á kvöldin. Að brjóta planið niður í smærri skref getur gert planið viðráðanlegra. 

„Oft getur það hjálpað að skuldbinda sig í styttri tíma því þá er markmiðið mun yfirstíganlegra,“ segir Stanley. 

Raunhæf fjárhagsáætlun er lykillinn

Williams segir að fjárhagsáætlunin megi vera eins stutt og viku- eða mánaðarleg áætlun, og alveg upp í fimm ára framtíðarsýn. 

Fjármálaráðgjafinn Bill Nelson, enn annar meðlimur fjárhagskvíðateymisins, segir að markmiðið þurfi þó að vera skýrt svo að fólk týnist síður af leið. Hann hefur ráðlagt pörum og fjölskyldum að virkilega líta inn á við til að finna sín gildi og hverju þau vilja áorka, hvort sem það er að losna undan öllum skuldum, stofna sitt eigið fyrirtæki eða safna fyrir drauma húsinu.

„Þegar þú hefur skýra sýn um hvað þú vilt þá verða erfiðar fjárhagsákvarðanir yfirstíganlegri,“ segir Nelson. 

The Guardian

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál