Milla Ósk komin með ný verkefni

Milla Ósk Magnúsdóttir.
Milla Ósk Magnúsdóttir. Ljósmynd/Stjórnarráðið

Milla Ósk Magnúsdóttir hefur látið af störfum sem aðstoðarmaður Willums Þórs Þórssonar heilbrigðisráðherra.

Í gær var sagt frá því í fréttum að Sonja Lind Estrajher Eygló­ar­dótt­ir hefði tekið við starfi Millu Óskar.

Hún greindi frá því í gær á samfélagsmiðlum að hún væri þakklát fyrir tímann með Willum en nú væri komið að tímamótum. 

„Eins og hefur komið fram þá hef ég ákveðið að söðla um og hætta sem aðstoðarmaður ráðherra. Starfið hefur verið afar gefandi og skemmtilegt. Ég er mjög þakklát fyrir það tækifæri að fá að vinna að umbótum í íslensku samfélagi með yndislegu fólki,“ sagði Milla í færslu á Facebook.

„Það hefur verið sannur heiður að starfa með bæði Willum og Lilju, enda eru þau kröftugir ráðherrar sem hafa náð frábærum árangri. Fyrir utan hvað þau eru fyndin og skemmtileg. Fram undan hjá mér eru alls konar skemmtileg verkefni þar sem m.a. listræna Milla mun fá að njóta sín.“

En hvað er Milla að fara að gera?

Milla var fréttamaður á RÚV áður en hún varð aðstoðarmaður ráðherra. Smartland hefur heimildir fyrir því að hún sé að vinna að þáttum þar sem hún tekur hús á áhugaverðu fólki.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda