Tekjuhæstu áhrifavaldarnir

Birgitta Líf Björnsdóttir, Eva Ruza og Sunneva Eir Einarsdóttir eru …
Birgitta Líf Björnsdóttir, Eva Ruza og Sunneva Eir Einarsdóttir eru allar á lista Frjálsrar verslunar. Samsett mynd

Eva Ruza Miljevic áhrifavaldur og útvarpsstjarna á K100 er tekjuhæsti áhrifavaldurinn samkvæmt úttekt Frjálsrar verslunar. Hún var með liðlega 1.540 þúsund krónur á mánuði árið 2023. 

Þetta er annað árið í röð sem Eva er tekjuhæst í þessum flokki, en í fyrra var hún með 1,6 milljónir.

Eva Ruza.
Eva Ruza. mbl.is/Kristinn Magnússon

Birgitta með 1,3 milljónir á mánuði

Birgitta Líf Björnsdóttir áhrifavaldur og markaðsstjóri World Class var með 1.304 þúsund krónur á mánuði og Sunneva Eir Einarsdóttir áhrifavaldur og umsjónarmaður hlaðvarpsþáttarins Teboðið var með 1.279.000 þúsund krónur. 

Birgitta Líf Björnsdóttir.
Birgitta Líf Björnsdóttir.
Sunneva Eir Einarsdóttir.
Sunneva Eir Einarsdóttir. Skjáskot/Instagram

Guðmundur Birkir Pálmason kírópraktor og áhrifavaldur var með 1.203 þúsund krónur á mánuði og Hjálmar Örn Jóhannsson grínisti, útvarpsstjarna á K100 og áhrifavaldur var með 1.012 þúsund krónur á mánuði. 

Guðmundur Birkir Pálmason kírópraktor og áhrifavaldur, betur þekktur sem Gummi …
Guðmundur Birkir Pálmason kírópraktor og áhrifavaldur, betur þekktur sem Gummi Kíró. Ljósmynd/Gummi
Hjálmar Örn Jóhannesson.
Hjálmar Örn Jóhannesson. Ljósmynd/Aðsend

Magnea með rúmar 900 þúsund

Magnea Björg Jónsdóttir í LXS-hópnum var með 907 þúsund krónur á mánuði en hún starfar einnig í markaðsdeild bílaumboðsins Heklu. 

Magnea Björg Jónsdóttir áhrifavaldur og starfsmaður Heklu var í essinu …
Magnea Björg Jónsdóttir áhrifavaldur og starfsmaður Heklu var í essinu sínu.

Elísabet Gunnarsdóttir áhrifavaldur var með 756 þúsund krónur á mánuði. 

Elísabet Gunnarsdóttir.
Elísabet Gunnarsdóttir. Skjáskot/Instagram

Reynir Bergmann Reynisson áhrifavaldur var með 751 þúsund krónur á mánuði. 

Fanney Dóra Veigarsdóttir áhrifavaldur og leikskólakennari 733 þúsund krónur á mánuði.

Gústi B með 720 þúsund 

Ágúst Beinteinn Árnason, Gústi B., áhrifavaldur og plötusnúður var með 720 þúsund krónur á mánuði. 

Ágúst Beinteinn Árnason, betur þekktur sem Gústi B, hefur slegið …
Ágúst Beinteinn Árnason, betur þekktur sem Gústi B, hefur slegið í gegn á samfélagsmiðlinum TikTok. Ljósmynd/Aðsend

Guðrún Veiga Guðmundsdóttir áhrifavaldur var með 718 þúsund krónur á mánuði. 

Sigurjón Guðjónsson, Siffi G tístari, var með 709 þúsund krónur á mánuði. 

Greint er frá tekj­um 4.000 Íslend­inga í Tekju­blaði Frjálsr­ar versl­un­ar sem kom út í dag. Hægt er að nálg­ast blaðið hér. Er þar tekið fram að um sé að ræða út­svars­skyld­ar tekj­ur á ár­inu 2023. Þær þurfi ekki að end­ur­spegla föst laun viðkom­andi. Inn í töl­un­um eru ekki fjár­magn­s­tekj­ur.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda