Septemberspá Siggu Kling í öllu sínu veldi

Sigga Kling veit hvernig september verður hjá landsmönnum.
Sigga Kling veit hvernig september verður hjá landsmönnum. mbl.is/Marta María

Sigríður Klingenbert, Sigga Kling, er komin með eldheita stjörnuspá fyrir september. Hrúturinn verður í forystuhlutverki á meðan sporðdrekinn þarf að slaka aðeins á hvað varðar kynorku. 

Hrútur: Þú ert forystusauður

Hrúturinn er frá 21. mars til 19. apríl.

Elsku hrúturinn minn, hin stjörnumerkin eru misjafnlega uppbyggð úr misjöfnu efni en þú ert úr stáli.

Það er alveg sama þó þú yrðir undir loftsteini, þú hefðir afl til að henda honum til baka! Ef þér finnst þú þurfir að vera undir sæng á næstunni, þá er það bara þinn valkostur, ég segi bara: „Stattu upp og gakk,” því þínir eru fæturnir.

Þú ræðst á eitthvert verkefni sem þú varst búinn að láta frá þér (allavega í huganum) en núna sérðu betur hvernig þú kemur þessu öllu saman.

Að vola, væla og vorkenna sér er eitthvað sem á ekki heima í hrútadeildinni, þú ert forystusauður og fremstur skaltu vera. Talaðu við yfirmenn ef einhverja hnökra er að finna en í raun og veru ættir þú að sjálfsögðu að vera yfirmaðurinn.

Lesa meira. 

Naut: Ekki skipta um skoðun á korters fresti

Nautið er frá 20. apríl til 20. maí.

Elsku nautið mitt, þú ert svo dásamlega góð mannvera. Það er svo mikilvægt að þú fáir að vera einn eða ein og í friði, hvíla sig, spæla egg, gera ekkert sem skiptir máli nema bara hafa andrými.

Þegar of miklar áhyggjur eru af fjármálatengdum hlutum og afkomendum eða fjölskyldu þá segi ég bara eins og uppáhalds Nautið mitt segir alltaf: Það er allt eins og það á að vera.

Ef þú þráir breytingar eða nýtt afl inn í orkuna þína er slíkt á leiðinni, ég sé og tengi við aflmikið fólk sem setur inn þau verkfæri sem þú þarft til að gera garðinn þinn betri.

Trygglyndi þitt er algert en þau Naut sem eru á lausu þarna úti verða að athuga að það hefur ekki verið nægilega spennandi og gott fólk nálægt þér í ástinni á undanförnum árum eða mánuðum.

Lesa meira. 


Tvíburar: Þú fæddist til að skapa og skemmta þér

Tvíburinn er frá 21. maí til 20. júní.

Elsku tvíburinn minn, eins og ég hef svo oft áður sagt ert þú sólar- og
sumartýpan, alltaf tilbúinn og með hugmyndir að gera eitthvað skemmtilegt um leið og þú sérð sólina.

Núna er mikilvægt að hafa góða lýsingu inni hjá sér og lýsa sálina upp líka, hvort sem þú hefur ákveðið það eður ei, mun koma að ferðalagi hjá þér, þú munt finna leið til að gera lífið litríkara.

Þar sem þú ert tvíburi eins og þú veist væri oft hægt að segja að þú hafir tvö andlit; þetta skemmtilega, bjarta og hugmyndaríka og svo hitt andlitið sem á það til að vera „andsetið” en þá fer allt í taugarnar á þér og þú ræður ekki við hinar stóru og miklu tilfinningar.

Lesa meira. 

Krabbi: Sterk öfl vaka yfir þér

Krabbinn er frá 21. júní til 22. júlí.

Elsku krabbinn minn, það sem að einkennir þig helst er hvað þú ert hlýr og aðlaðandi.

Vinnir í þjónustu ert þú fyrsta manneskjan sem fólk reynir að tala við. Það er þín hjartans þrá að vera almennilegur, láta öðrum líða vel, hafa fallegt í kringum þig og það skiptir þig öllu til að þú hafir orkuna þína eins og hún á að vera.

Fjölskyldulíf hentar þér svo miklu betur en að vera einhleypur en sért þú staddur þar skaltu fá þér gæludýr því þú hefur svo mikla umhyggjusemi að gefa og dýr róa þig.

Jafnvel þó að þú sért ekki áberandi og/eða lítillátur þá einhvern veginn verða örlög þín þannig að þú verður settur á áberandi stall og það er svo þitt að halda áfram og velja þér annan stall og svo annan stall.

Akkúrat og einmitt núna ertu ekki alveg á þínum besta tíma en það skiptir engu máli því það er að opnast fyrir þér að einhverjar persónur eigi eftir að hífa þig upp vegna einhvers sem þú gafst af óeigingirni til þeirra.

Lesa meira. 

Ljón: Ef öfundin væri virkjuð þá þyrfti ekkert rafmagn

Ljónið er frá 23. júlí til 22. ágúst.

Elsku ljónið mitt, þú ert fæddur hér á jörðina til að skreyta hana litum. Það taka allir eftir þér hvert sem þú ferð og einnig hefurðu þannig blæbrigði að fólk lítur til þín.

Að sjálfsögðu verður margt slúðrað því að ef öfundin væri virkjuð á Íslandi þá þyrfti ekki rafmagn! Hentu þessum köngulóarvef bara af þér og brostu eins og þú sért einn í heiminum, þú ert allavega einstakur í þessum heimi.

Þegar þér finnst að þú finnir ekki leiðina út úr vandanum þá skaltu stunda öndun eða í raun hvað sem er best fyrir þig, fara til dæmis í bað og vera þar lengi, hugsa sem minnst því allt í einu þegar pláss myndast í heilabúinu kemur svarið!

Lesa meira. 

Meyja: Útkoman lætur þér líða svo vel í hjartanu

Meyjan er frá 23. ágúst til 22. september.

Elsku meyjan mín, nú hefur verið aðeins of mikil rigningatíð fyrir fallegu meyjuna mína.

Þú þrífst á jörðinni, sólinni og góðu súrefni en hugmyndaorkan þín hefur legið í dvala á undanförnum vikum eða jafnvel lengur.

Þú hefur verið þreytt og örlítið andlausari en vanalega, þegar þú finnur að slíkt tímabil hefur varað of lengi spyrnirðu við fótum og tekur heljarstökk og það mun gerast á næstu 60 dögum í lífi þínu.

Það sem verr gekk í lífi þínu keyrir þú í botn, þegar þér finnst þú vera komin upp við einhvers konar vegg er enginn flottari en þú til að brjóta hann niður. Og úr því ég er að minnast á þetta vil ég bæta við að þegar þú vilt fá frið í huga þinn skaltu standa fyrir framan vegg og horfa á hann í fjórar mínútur sirka og þá muntu finna kraftinn þinn aftur.

Lesa meira. 

Vog: Þú ert með frábær spil á hendi

Vogin er frá 23. september til 22. október.

Elsku vogin mín, það er svaka mikill hraði í lífi þínu núna. Þú ert ekki viss hvaða ákvörðun þú þarft að taka í stórum málum eða smáum en að dveljast lengi í þessari tíðni getur haft slæm áhrif á húðina þína, hárið og allt mögulegt.

Eitthvað sé ég sem er að rugla þig í ríminu, þú vilt vera góð við þig og svo annan aðila sem á verulega bágt. Þarna þarftu að fórna þér eða leyfa þessari persónu að bjarga sér sjálf.

Það eru ýmsar eldingar í gangi en þetta er bara stutt tímabil og storminn lægir og sólin skín sérstaklega sterkt með og upp úr fulla tunglinu þann 17. september sem er risatungl og tungluppskera.

Þarna sérðu að þú hefur réttu spilin í hendi þér og alveg hreint frábær spil, þú selur eitthvað, lánar einhverjum eitthvað og skiptir töluvert oft um skoðun í kringum þann tíma og það má!

Lesa meira. 

Sporðdreki: Leyfðu kynorkunni að róa sig

Sporðdrekinn er frá 23. október til 21. nóvember.

Elsku sporðdrekinn minn, það er margt sem er að koma þér óvart núna á næstu vikum. Það sem þú hefur planað er ekki víst að gangi upp, þú þarft að vera varkár og helst að hafa augu í hnakkanum.

Þú ert ofurnæmur og sterkur eins og Internet. Taktu eftir ef þú lest eitthvað eða hittir manneskju á götu, hún segir þér eitthvað sérstakt og þá muntu sjá að skilaboðin eru send til þín — bæði í vöku sem og í draumi því þú hefur innsæið og sérð inn í þér hluti.

Þú kemur auga á leynda hæfileika og fólk í kringum þig ýtir líka við þér og segir að þú getir þetta eða þú getir hitt, þetta eru sendiboðar en orðið sendiboði þýðir engill sem er bein þýðing úr Biblíunni.

Lesa meira. 

Bogmaður: Þú ert snillingur í fjármálum

Bogmaðurinn er frá 22. nóvember til 21. desember.

Elsku bogmaðurinn minn, það er breyting í kringum þig í sambandi við peninga, eignir og afkomu. Plútó fer inn í Steingeitarmerkið þann 1. september og dvelur þar í þrjá mánuði.

Þessi tími verður ógnarhraður að líða og þar sem þú ert auðvitað bestur í að laga allt í kringum þig s.s. fjármál, ástarmál, hvað sem er þannig að hér er lögð fyrir þig svolítil krossgáta.

Vertu alveg viss um að ef þú ætlar að fjárfesta í einhverju eða gera miklar breytingar farðu þá varlega. Það er yfir þér stórkostleg vernd svo ég hef engar áhyggjur af þér, bara ekki kaupa hlutabréf í einhverju sem þú þekkir ekki og alls ekki skrifa upp á eitt eða neitt nema það sem þú getur borgað sjálfur.

Hins vegar er þetta tími gleði og undrunar á því hversu auðvelt þér verður að skapa bæði góða afkomu, að styrkja innri líðan og það er töluvert mikið af andlegum málum og öllum þeim málum sem snúa að því að verða betri manneskja.

Lesa meira. 

Steingeit: Tími gleði og undrunar

Steingeitin er frá 22. desember til 19. janúar.

Elsku steingeitin mín, eftir því sem þú eldist verður þú vitrari, sterkari og rólegri.

Þó ýmis áhyggjuefni hafi sótt að þér að undanförnu er það líklega Plútó að kenna því hann fór inn í þitt merki 1. september en fer aftur út úr þínu merki 19. nóvember.

Að taka öllu með yfirvegun og ró gefur þér það afl sem þú vilt. Ekki reiðast út í nokkurn mann heldur finndu lausn — að vera lausnamiðaður er eitt af þínum aðaleinkennum.

Passaðu eins vel og þú getur að þú komir þér ekki á ystu nöf í of mikilli vinnu og/og eða lélegu eða ömurlegu mataræði og drekktu vínið þitt í hófi eða slepptu því bara alveg. Miklar tilfinningar eru að brjótast um í þér og gefðu þessari orku ást og umhyggju.

Lesa meira. 

Vatnsberi: Þú þarft ekki að eltast við neitt

Vatnsberinn er frá 20. janúar til 18. febrúar.

Elsku vatnsberinn minn, það er búið að vera vagg og velta í kringum þig eins og þegar sjórinn á Íslandi er í of miklu fjöri.

Þegar svona streituvaldandi þættir halda í höndina á þér er bara eitt sem þú getur gert; taka sterka ákvörðun já eða nei hvað svo sem það á við, skrifa niður það sem þú hefur þegar ákveðið, slaka svo á og sleppa tökunum.

Þú ert svo mögnuð vera en átt til of mikla stjórnsemi … ekki þá endilega gagnvart öðrum en samt öllu sem er í kringum þig.

Þá ertu með of mörg járn í eldinum og til að fylgjast með því að allt sé að dafna verður ekkert eins frábært og þú vildir að það yrði. Skoðaðu fyrst og fremst það sem færir þér öryggi og setur mat í pottinn þinn og þó þér hafi ekki fundist þú vera nógu hamingjusamur um þessar mundir líttu þá bara aðeins betur í kringum þig.

Lesa meira. 

Fiskar: Þú ert fullkominn eins og þú ert

Fiskurinn er frá 19. febrúar til 20. mars.

Elsku litríki fiskurinn minn, það er svo einstakt að það er eins og þú tengist svo árstíðunum og það er ekki alltaf hægt að segja að byrjun árstíðar sé þinn besti tími sem er núna.

Hins vegar gerist það líka alltaf að þú hristir af þér það slen og tekur opnum örmum hverju því sem að þú vilt að komi inn í líf þitt.

Þetta gerist svo aftur um áramót og svo um vor. Þetta er ekki eitthvað sem þú átt að búast við, heldur er gott að hafa þetta svolítið á bak við eyrað og vita þá ástæðu þess manni líður svona eða hinsegin.

Í öllum frumunum þínum er einhvers konar ósk um breytingu en sú breyting getur ekki orðið nema þú vitir hvaða leið þú viljir fara. Þegar þú ert stopp og veist ekki hvert þú vilt fara og hvað þú vilt gera — haltu þá bara áfram á sömu braut því það sem þú leitar að kemur þegar líður töluvert lengra á þetta ár.

Lesa meira. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Guðrún Kristjánsdóttir
Guðrún Kristjánsdóttir
Lára Guðrún Sigurðardóttir
Lára Guðrún Sigurðardóttir
Hildur Jakobína Gísladóttir
Hildur Jakobína Gísladóttir
Júlía heilsumarkþjálfi
Júlía heilsumarkþjálfi

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál