„Elska að gera húðflúr af nöktum konum“

Auður Ýr starfar á húðflúrstofunni Aftur & aftur.
Auður Ýr starfar á húðflúrstofunni Aftur & aftur. Ljósmynd/Eggert Jóhannesson

Við Garðastræti í Reykja­vík er að finna ein­stak­lega huggu­lega og hlý­lega húðflúr­stofu sem ber heitið Aft­ur & aft­ur. Stof­an hef­ur þá skemmti­legu sér­stöðu að þar vinna ein­göngu kon­ur, fimm tals­ins. All­ar eru þær ein­stak­lega hæfi­leika­rík­ar og skap­andi og liðtæk­ar með húðflúr­nál­ina.

Auður Ýr Elísa­bet­ar­dótt­ir er ein þess­ara fimm. Hún lærði teikn­ingu í San Francisco í Kali­forn­íu­ríki en hætti í miðju námi til að elta draum sinn og ger­ast húðflúr­ari. Henni hef­ur tek­ist að skapa sér far­sæl­an fer­il hér á landi sem bæði húðflúr­ari og lista­kona, enda hæfi­leika­rík á mörg­um sviðum. 

Á stofunni starfa eingöngu konur.
Á stof­unni starfa ein­göngu kon­ur. Ljós­mynd/​Eggert Jó­hann­es­son

„Þegar ég var átta ára göm­ul var ég harðákveðin í að verða teikn­ari. Ég bjó í miðbæ Reykja­vík­ur sem krakki og laumaðist gjarn­an inn á stof­urn­ar í hverf­inu og varð fljótt mjög for­vit­in um þenn­an heim.

Á unglings­ár­un­um íhugaði ég að ger­ast húðflúr­ari en mér tókst ein­hvern veg­inn að sann­færa mig um að það væri lít­ill sem eng­inn áhugi á því að kenna mér fagið, enda var þetta mik­ill karla­heim­ur á þess­um tíma. Ég endaði því á að læra teikn­ingu. Upp­haf­lega pæl­ing­in mín var að fara út í teikni­mynda­gerð eða myndskreyt­ingu barna­bóka, sem ég hef að vísu sinnt sam­hliða starfi mínu sem húðflúr­ari, að námi loknu. En meðan á nám­inu stóð byrjuðu fleiri og fleiri kon­ur að húðflúra og þetta varð mun aðgengi­legra. Ég setti sam­an möppu með verk­um mín­um og hafði sam­band við stofu og byrjaði stuttu síðar að starfa sem nemi,“ seg­ir Auður Ýr. 

Auður Ýr er afar hæfileikarík með húðflúrnálina.
Auður Ýr er afar hæfi­leika­rík með húðflúr­nál­ina. Ljós­mynd/​Eggert Jó­hann­es­son

Hvernig lær­ir fólk að húðflúra?

„Það er mjög al­gengt að fólk læri með því að prófa sig áfram en ég fór klass­ísku leiðina og fékk nem­a­stöðu á stofu. Ég var nemi hjá Búra á Ízlensku húðflúr­stof­unni í um það bil eitt ár. Þar fékk ég að fylgj­ast með hon­um, Jóni Páli og Sindra vinna og bara bók­staf­lega drakk í mig fróðleik­inn. Ég hélt svo áfram að starfa á stof­unni í þó nokk­ur ár eft­ir að nem­a­stöðunni lauk og er bara enn þann dag í dag að læra af fólk­inu í kring­um mig.“

Auður Ýr er vel skreytt af húðflúr­um. Hún er þó ekki með ná­kvæma tölu yfir fjölda þeirra en sjálfri finnst henni hún ekki vera með mörg húðflúr. 

„Þau eru á bil­inu 20 til 30,“ seg­ir hún og hlær. 

Hef­ur þú húðflúrað sjálfa þig?

„Ég hef gert tvö pínu­lít­il húðflúr á sjálfa mig. Ég gerði lítið blóm í krukku á ökkl­ann á mér þegar ég var ný­byrjuð en for­vitn­in dreif mig áfram þegar kom að því seinna. Ég vildi ólm vita hvernig það væri að húðflúra innri hluta hand­ar­inn­ar og skrifaði því lítið orð í lóf­ann.“

Auður Ýr elskar að húðflúra myndir af nöktum konum.
Auður Ýr elsk­ar að húðflúra mynd­ir af nökt­um kon­um. Ljós­mynd/Ú​r einka­safni

Kven­orka í loft­inu

Aft­ur & aft­ur opnaði dyr sín­ar í des­em­ber 2022 og hef­ur vakið mikla at­hygli. 

„Sam­starfs­kona mín Allie Doersch á all­an heiður­inn af því að skapa þessa dá­sam­lega stofu. Hér er frem­ur ró­legt og þægi­legt að vera. Við leggj­um ríka áherslu á per­sónu­legt og hlý­legt and­rúms­loft, kven­ork­an er alls­ráðandi.“

Hvernig komuð þið sam­an?

Ég var með mikla breyt­ing­arþörf þegar ég rakst á In­sta­gram-færslu sem greindi frá því að Allie væri að opna nýja stofu. Ég hafði hitt hana nokkr­um sinn­um og ákvað í al­gjöru bría­ríi að at­huga hvort hana vantaði ekki húðflúr­ara. Það var ekki flókn­ara en það. Ég viður­kenni samt að það var erfitt að kveðja Ízlensku húðflúr­stof­una eft­ir ríf­lega sex ár en stund­um þarf maður ein­fald­lega að breyta um um­hverfi.“

Finnst fólki áhuga­vert að það starfi ein­göngu kon­ur á stof­unni?

„Já, al­gjör­lega. Við heyr­um reglu­lega frá fólki að það skynji á and­rúms­loft­inu að hér starfi ein­göngu kon­ur. Eng­inn get­ur al­veg sett fing­ur­inn á hvað það er, en það er rosa­lega góð orka inni á stof­unni.“

Nakt­ar kon­ur heilla

Auður Ýr hef­ur húðflúrað ótal manns. Hún seg­ir það al­veg ein­staka til­finn­ingu að vera treyst fyr­ir slíku verk­efni.

Hvað er fal­leg­asta húðflúr sem þú hef­ur gert?

Ég veit ekki hvort ég get valið eitt­hvað eitt en ég elska að gera húðflúr af nökt­um kon­um. Það er í al­gjöru upp­á­haldi hjá mér að teikna kon­ur, húðflúra alls kyns lík­ama á alls kyns lík­ama. Mér finnst líka mjög gam­an að gera blóm frí­hend­is. Það er al­veg ein­stök til­finn­ing þegar fólk treyst­ir mér fyr­ir því að krota frjálst á það. Flæðið sem mynd­ast með þess­ari aðferð get­ur verið svo miklu betra en þegar maður er með fyr­ir fram teiknaða hönn­un. Mörg af mín­um bestu húðflúr­um hafa fæðst á þenn­an máta.“

Hvað er ljót­asta húðflúr sem þú hef­ur gert?

„Ég er ekki viss um að ég vilji endi­lega segja neitt um það en það eru al­veg þó nokk­ur húðflúr sem ég nýt mín ekk­ert sér­stak­lega við að gera, þá helst vík­inga­tákn og rún­ir. En sem bet­ur fer eru aðrir húðflúr­ar­ar sem njóta sín í slíku og gera það á mun fal­legri og betri hátt en ég.“

„Skreytti móður sína og tengda­móður“

Arna Ýr hef­ur húðflúrað nokkra fjöl­skyldumeðlimi sína og var eig­inmaður henn­ar sá fyrsti sem varð þess heiðurs aðnjót­andi. 

„Maður­inn minn var sá fyrsti sem fékk húðflúr frá mér. Síðan þá hef ég gert all­nokk­ur á hann. Ég hef líka fengið að setja eitt á móður mína sem og tengda­móður.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda