Þarf að greiða skatta af Onlyfans-vinnu?

Eymundur Sveinn Einarsson endurskoðandi hjá Endurskoðun og ráðgjöf svarar spurningum …
Eymundur Sveinn Einarsson endurskoðandi hjá Endurskoðun og ráðgjöf svarar spurningum lesenda Smartlands.

Eymundur Sveinn Einarsson endurskoðandi hjá Endurskoðun & ráðgjöf svarar spurningum lesenda Smartlands. Hér fær hann spurningu frá Onlyfans-stjörnu sem þénar meira en áætlað var, 

Sæll Eymundur.

Ég stofnaði Onlyfans-reikning fyrir hálfu ári síðan. Ég átti ekki von á að af þessu yrðu miklar tekjur en raunin hefur orðið önnur. Ég skapaði mér fljótlega sérstöðu sem karlmenn í útlöndum eru sérlega hrifnir af. Ég þéna því meira á þessu en ég átti von á. Þá kemur að spurningum. Eru þetta skattskyldar tekjur og sé svo er það þá í því landi sem þeir eru sem eru að horfa á myndbönd mín og ræða við mig? Þá hef ég „gefið“ þeim nærbuxur og annan varning sem ég hef notað. Er það flokkað sem gjöf eða hvernig á ég að gera grein fyrir því? Þeir greiða ekki beint fyrir þetta heldur fá þeir svona sem borga hæstu áskriftina og panta mest af sérefni.

Kveðja, 

kvikmyndastjarnan sem vill hafa allt á hreinu

Sæl. 

Meira og minna eru allar tekjur skattskyldar sama hvaða nafni þær nefnast eða hvernig þeirra er aflað. Skattskyldan er hér á Íslandi þar sem þjónustan er veitt héðan með rafrænum hætti. Síðan er beinn kostnaður við öflun tekna frádráttarbær og væntanlega fellur kostnaður þinn við kaup á varningi til þar undir.

Af þessum tekjum greiðist tekjuskattur sem er allt að 46% auk launatengdra gjalda þannig að þér ber að skrá þig á launagreiðendaskrá og skila af þessu tekjuskatti og launatengdum gjöldum mánaðarlega sem kemur jafnframt í veg fyrir leiðinda bakreikning frá skattinum á vordögum.

Ég myndi ennfremur ráðleggja þér að kynna þér efni um atvinnurekstur á vef Skattsins, www.skattur.is en þar finnur þú allar upplýsingar um þær reglur sem gilda um sjálfstæða starfsemi.

Kveðja, 

Eymundur. 

Liggur þér eitthvað á hjarta? Þú getur sent Eymundi spurningu HÉR. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Linda Sigríður Baldvinsdóttir
Linda Sigríður Baldvinsdóttir
Guðrún Kristjánsdóttir
Guðrún Kristjánsdóttir
Lára Guðrún Sigurðardóttir
Lára Guðrún Sigurðardóttir
Hildur Jakobína Gísladóttir
Hildur Jakobína Gísladóttir
Júlía heilsumarkþjálfi
Júlía heilsumarkþjálfi

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda