„Ef ég myndi deyja þá myndi ég deyja sátt“

Ragna Sigurðardóttir leggur 100% metnað í bæði störf sín.
Ragna Sigurðardóttir leggur 100% metnað í bæði störf sín. Samsett mynd

„Það sem hef­ur komið mér lengst er að stökkva stund­um út í djúpu laug­ina þegar tæki­færi býðst en líka að vinna sleitu­laust þó mig langi oft að hætta. Það borg­ar sig yf­ir­leitt alltaf að lok­um,“ seg­ir Ragna Sig­urðardótt­ir, lækn­ir, vara­borg­ar­full­trúi og varaþingmaður Sam­fylk­ing­ar­inn­ar, eft­ir að hafa verið for­seti Stúd­entaráðs Há­skóla Íslands fyr­ir hönd Röskvu, sam­taka fé­lags­hyggju­fólks við Há­skóla Íslands, svo póli­tík­in hef­ur sjaldn­ast verið langt und­an hjá henni. 

Aðspurð seg­ir Ragna að það hafi ekki verið æsku­draum­ur sinn að feta í fót­spor föður síns, sem er starf­andi lækn­ir, en pæl­ing­ar á fram­halds­skóla­ár­un­um leiddu hana inn á þessa braut. Í dag starfar hún sem sér­náms­lækn­ir á skurðsviði Land­spít­al­ans og jafn­framt sem um­sjón­ar­deild­ar­lækn­ir inn­an sér­náms­ins.

„Lengi vel ætlaði ég ekki að verða lækn­ir því að pabbi minn er lækn­ir. Þegar fór að koma að því að taka ákvörðun und­ir lok mennta­skóla­ár­anna man ég eft­ir því að hafa setið við eld­hús­borðið heima í Kópa­vogi og hugsað að ég vildi geta eitt­hvað sem ég gæti orðið góð í.

Á grunn- og fram­halds­skóla­ár­um mín­um var á ágæt í líf­fræði og hafði mik­inn áhuga á líf­færa- og lífeðlis­fræði lík­am­ans; en hugsaði á sama tíma að ég vildi hjálpa öðru fólki. Þannig, í bland við áhuga­sviðspróf sem ég tók á net­inu og að hluta til eft­ir kynn­ingu sem mennta­skóla­nem­end­ur fengu á lækn­is­fræði þar sem lækna­nem­ar lýstu nám­inu, tók ég ákvörðun um að þetta væri það sem ég vildi gera. Í minn­ing­unni tók ég ákvörðun þarna við eld­hús­borðið en ef­laust hef­ur ým­is­legt annað í lífi mínu leitt óbeint til þess að ég ákvað að fara þessa leið í líf­inu.“

Ragna í Covid-gallanum.
Ragna í Covid-gall­an­um. Ljós­mynd/Ú​r einka­safni

Hvernig gekk þér í nám­inu?

„Fyrst var það að kom­ast inn í námið. Ég þreytti inn­töku­prófið þris­var, í annað sinn var ég skugga­lega ná­lægt því að kom­ast inn en það munaði nokkr­um sæt­um svo ég ákvað að skrá mig í sál­fræði. Það var frá­bær tími þar sem ég kynnt­ist há­skólaum­hverf­inu, eignaðist góða vini, bæði inn­an og utan sál­fræðinn­ar, eyddi ófá­um tím­um á les­stofu Há­skóla­torgs og á Þjóðar­bók­hlöðunni og byrjaði að taka þátt í Röskvu og stúd­entapóli­tík.

Ég hafði líka mik­inn áhuga á sál­fræði, naut mín í nám­inu og það gekk mjög vel. En ein­hvern tím­ann um vet­ur­inn áttaði ég mig á því að ég vildi ekki gef­ast upp á draumn­um um að verða lækn­ir al­veg strax. Ég komst inn eft­ir þriðju til­raun og það ár gekk prófið mjög vel, en ég játa að á fyrsta ári mínu í lækn­is­fræði þá fannst mér erfitt að fóta mig í nám­inu og stóð mig ekki eins vel og ég hefði viljað. Mér fannst bók­lega námið á köfl­um erfitt og fann að mig vantaði hvata og leiðir til að tengja hrein­ar efna­fræðijöfn­ur við starfið sem ég hafði ein­sett mér að vinna við í framtíðinni. Það breytt­ist hratt þegar námið varð verk­legt í meira mæli, þegar við fór­um sem lækna­nem­ar í verk­nám á spít­al­ann og víðar og fór­um að tala við al­vöru fólk með al­vöru vanda­mál sem kröfðust lausna.

Á fjórða ár­inu í lækn­is­fræði, þegar námið er fyrst og fremst verk­legt, og eft­ir ár­spásu þar sem ég sinnti starfi for­manns Stúd­entaráðs HÍ, fann ég mig al­gjör­lega í nám­inu að nýju. Þá sner­ist námið fyrst og fremst um starfið sjálft og það hentaði mér mun bet­ur að læra í um­hverfi þar sem við fund­um dag­lega fyr­ir þeim vanda­mál­um sem við vor­um að læra að leysa – og ég myndi segja að seinni þrjú árin hafi gengið mun bet­ur held­ur en fyrstu þrjú árin. Þess utan tók ég þátt í ýms­um fé­lags­störf­um, til dæm­is í stjórn Fé­lags Lækna­nema, tók þátt í að stofna geðfræðslu­fé­lag sem við kom­um á fót með inn­blæstri frá verk­efn­um eins og Ástráði, kyn­fræðslu­fé­lagi lækna­nema og Bjargráði, skyndi­hjálp­ar­kennslu lækna­nema. Fé­lagið hef­ur því miður lagt niður fræðslu­hlið starfs­ins en ég er samt sem áður mjög stolt af því að hafa komið því af stað. Ég tók líka virk­an þátt í Röskvu, var formaður fé­lags­ins og síðar formaður Stúd­entaráðs og vann að því að betr­um­bæta há­skólaum­hverfið sem mér þykir svo vænt um og líka tala máli há­skól­anna og há­skóla­nema á breiðari grund­velli.

Þegar ég lít til baka er ég stolt og þakk­lát fyr­ir allt það sem há­skól­inn hef­ur gefið mér, ekki bara námið sjálft held­ur líka til­ver­an inn­an há­skóla­sam­fé­lags­ins og tæki­fær­in til að hafa áhrif á það.“

Hér sést Ragna undirrita læknaeiðinn.
Hér sést Ragna und­ir­rita lækna­eiðinn. Ljós­mynd/Ú​r einka­safni

„Lang­skemmti­leg­ast þegar ég sé ár­ang­ur“

Ragna út­skrifaðist sem lækn­ir vorið 2022 og starfar í dag á skurðsviði Land­spít­al­ans. Hún seg­ir starfið skemmti­legt, krefj­andi og enga tvo daga vera eins.

Hvað er skemmti­leg­ast við að starfa sem lækn­ir?

„Mér finnst lang­skemmti­leg­ast þegar ég sé ár­ang­ur af því sem við ger­um, til dæm­is þegar ein­hver er bráðveik­ur og nær smám sam­an bata sem við teymið sinn­um dag­lega. Mér finnst líka skemmti­legt að ná að greina eitt­hvað hjá ein­hverj­um sem hefði kannski ekki upp­götv­ast ann­ars, og svo finnst mér gam­an að sjá og hitta fólk sem hef­ur legið inni með al­var­legt vanda­mál en er komið út í sam­fé­lagið og laust að hluta eða að mestu við það vanda­mál. Það er mik­il gjöf.“

Hvað er mest krefj­andi við að starfa sem lækn­ir?

„Ég hugsa að það séu vinnu­tím­arn­ir. Við vinn­um mikið á kvöld­in og um helg­ar og oft eru mestu lær­dóms­tæki­fær­in þá, en þá daga sem ég vinn lengi hitti ég síður vini og fjöl­skyldu. Ég er að læra að mynda nýtt jafn­vægi á milli einka­lífs, per­sónu­legra þarfa, eins og hreyf­ing­ar og slök­un­ar, og skyldna og vinnu, því að það er allt annað að vera lækn­ir í sér­náms­grunni (hinni gamli „kandí­dat“ fyrsta árið eft­ir út­skrift), að vera lækna­nemi og að vera síðan sér­náms­lækn­ir eða deild­ar­lækn­ir.“

Hvað gef­ur vinn­an þér?

„Vinn­an gef­ur mér til­gang. Það er gef­andi og ein­stakt að starfa sem lækn­ir, þó að starfsaðstæðurn­ar geti því miður sett sinn skugga á það – fyrst og fremst því við sem lækn­ar og heil­brigðis­starfs­fólk náum ekki alltaf að sinna þeim sem þurfa aðstoð eins vel og við vild­um að við gæt­um. Vinn­an mín snýst samt að miklu leyti um að hjálpa fólki og það gef­ur mér mikið þegar það tekst.“

Ragna við skrifstofu sína.
Ragna við skrif­stofu sína. Ljós­mynd/Ú​r einka­safni

Ólst ekki upp í póli­tísku um­hverfi

Ragna fékk forsmekk­inn af stjórn­mál­um þegar hún var nem­andi við Há­skóla Íslands. Hún tók öfl­ug­an þátt í stúd­entapóli­tík og barðist öt­ul­lega fyr­ir hags­mun­um stúd­enta ásamt flokks­fé­lög­um sín­um í Röskvu. Síðustu miss­eri hef­ur Ragna verið nokkuð áber­andi sem flokks­syst­ir Kristrún­ar Frosta­dótt­ur, for­manns Sam­fylk­ing­ar­inn­ar, og held­ur ótrauð áfram að berj­ast fyr­ir vel­ferð og vellíðan fólks.

Hef­ur þú alltaf haft áhuga á stjórn­mál­um?

„Ég held að ég hafi aldrei hugsað það þannig – að ég hefði áhuga á stjórn­mál­um. Fjöl­skyld­an mín er ekki flokk­spóli­tísk og mér fannst ég ekki bein­lín­is al­ast upp í póli­tísku um­hverfi en eft­ir á að hyggja var ég um­vaf­in póli­tík sem barn og ung­ling­ur.

Ég flutti sex ára göm­ul til Banda­ríkj­anna og ólst upp í Madi­son í Wiscons­in-fylki. Þar fór ég í op­in­ber­an grunn­skóla, gagn­fræðiskóla og mennta­skóla í frek­ar fjölþjóðlegu um­hverfi. Op­in­ber­ir skól­ar voru mjög sterk­ir þar sem ég ólst upp en tæki­fær­in voru samt mis­jöfn eft­ir því í hvaða hverfi maður bjó og hvaðan maður kom. Ég varð svo­lítið upp­tek­in af mis­skipt­ingu og áhrif­um mennta­kerf­is­ins á hana og hvernig mis­skipt­ing birt­ist í mennta­kerf­inu.

Síðan flutti ég heim til Íslands 15 ára göm­ul. Þar sem pabbi minn er lækn­ir var mikið rætt um heil­brigðis­kerfið á Íslandi við mat­ar­borðið heima, og á þess­um tíma, árið 2007, flutt­um við heim og eft­ir efna­hags­hrunið var mikið rætt um heil­brigðismál í sam­fé­lag­inu. Ég ákvað síðan að fara í lækn­is­fræði og í raun byrjaði ég í stúd­entapóli­tík vegna þess að ég hafði áhuga á heil­brigðismál­um – sem leiddi til þess að ég tek þátt í stjórn­mál­um í dag. Þannig í raun og veru já, ég hef alltaf haft áhuga á stjórn­mál­um, al­veg frá því að ég var barn, en hugsaði ekki um það sem póli­tík þar til ég varð full­orðin og byrjuð í há­skóla.“

Ragna undirritar drengskapa.
Ragna und­ir­rit­ar dreng­skapa. Ljós­mynd/Ú​r einka­safni

Hvenær og hvernig byrjaði stjórn­mála­fer­ill þinn?

„Í raun og veru byrjaði hann í há­skól­an­um. Ég var að læra fyr­ir inn­töku­prófið í lækn­is­fræði og varði löng­um dög­um á Þjóðar­bók­hlöðunni með vin­kon­um mín­um sem voru að nema lög­fræði, og ein þeirra hafði verið formaður Röskvu árið á und­an. Svo voru tvær góðar vin­kon­ur mín­ar, ein í lækn­is­fræði og önn­ur í verk­fræði, á fram­boðslista það ár. Á þeim tíma hafði Stúd­entaráð líka beitt sér í umræðu um heil­brigðismál og full­trú­ar lækna­nema og annarra nem­enda í heil­brigðis­grein­um í ráðinu komið fram í fjöl­miðlum og vakið at­hygli á stöðu verk­náms við há­skól­ann og Land­spít­al­ann og heil­brigðis­kerf­is­ins í heild. Þannig að áhug­inn kviknaði út frá því. Síðan sogaðist ég inn í Röskvu og í kjöl­farið Stúd­entaráð. Síðan fékk ég boð um að vera bæði á lista Sam­fylk­ing­ar­inn­ar í Reykja­vík, en hafði í raun ekki verið neitt flokk­spóli­tísk þangað til, þáði það og varð einnig kosn­inga­stýra Sam­fylk­ing­ar­inn­ar í Reykja­vík í borg­ar­stjórn­ar­kosn­ing­um 2018. Svo varð ég borg­ar­full­trúi, for­seti Ungra jafnaðarmanna og tók þátt í Alþing­is­kosn­ing­um 2021 og varð varaþingmaður.“

Fer það vel sam­an að vera lækn­ir og stjórn­mála­maður?

„Það gef­ur auga leið að það að stunda lækn­is­fræði og póli­tík eru tvær 100% vinn­ur, að minnsta kosti í mínu til­felli. Stund­um vildi ég óska þess að ég hefði miklu fleiri klukku­stund­ir í deg­in­um til að sinna hvoru tveggja. Ég held samt að starf mitt og reynsla sem lækn­ir nýt­ist mér í stjórn­mál­um og gefi mér ákveðna sýn um það með hvaða hætti ég vil beita mér til að bæta sam­fé­lagið. Og að mínu mati eru stjórn­mál ein leið til þess.“

Finnst þér skipta máli að áhugi og starf fari sam­an? Ef svo, hvers vegna?

„Já, mér finnst það. Ég held að til að vera góð í því sem maður ger­ir verði að fylgja því áhugi.“

Hverj­ar hafa verið helstu áskor­an­ir þínar?

„Það er erfittt að vinna mjög hart að ein­hverju en mistak­ast það samt – þó maður hafi lagt allt í það. Að kom­ast ekki í gegn­um inn­töku­prófið og tapa kosn­ing­um aft­ur og aft­ur eru kannski dæmi um það.

Síðan eru auðvitað alls kon­ar áföll í líf­inu og erfiðar aðstæður til dæm­is í vinn­unni sem láta mann vilja hætta. En stund­um þarf maður bara að hafa vind­inn í fangið í smá stund, leita eft­ir aðstoð ef maður þarf hana, og klára dæmið.“

Ég sæki inn­blást­ur að miklu leyti til kven­fyr­ir­mynda

Þegar Ragna er ekki á Land­spít­al­an­um eða að sinna póli­tísk­um er­inda­gjörðum er lík­leg­ast að finna hana á tenn­is­vell­in­um.

Hvenær nýt­ur þú þín best?

„Ég nýt mín best í vinn­unni og í póli­tík þegar ég næ ein­hverj­um ár­angri, finn lausn­ir á vanda­mál­um. Utan vinnu er það kannski helst tenn­is þar sem ég nýt mín og auðvitað með fjöl­skyldu og vin­um.“

Hver eru áhuga­mál þín? Hvernig sinn­ir þú þeim?

„Mitt helst áhuga­mál er tenn­is – ég reyni að spila að minnsta kosti þris­var til fjór­um sinn­um í viku. Ég hleyp líka af og til og finn að það er nauðsyn­legt fyr­ir mig að hreyfa mig og hleypa út upp­söfnuðu stressi eða spennu eft­ir langa vinnu­daga.“

Ragna nýtur þess að spila tennis. Hér er hún ásamt …
Ragna nýt­ur þess að spila tenn­is. Hér er hún ásamt Höllu Berg­lindi vin­konu sinni. Ljós­mynd/Ú​r einka­safni

Les Simo­ne de Beau­vo­ir

Hvaðan sæk­ir þú inn­blást­ur?

„Ég sæki inn­blást­ur að miklu leyti til kven­fyr­ir­mynda, bæði í lækn­is­fræði og í póli­tík. Ég held að ég væri ekki á þeim stað sem ég er í dag nema ég hefði haft fyr­ir­mynd­ir bæði í starfi, fé­lags­störf­um og stjórn­mál­um sem ruddu braut­ina. Síðan hef ég gam­an af því að lesa, þó lest­ur mætti vera meiri sam­hliða sér­nám­inu, en ég sæki inn­blást­ur mikið í ljóðabæk­ur og ef ég er al­veg að gef­ast upp á öllu þá opna ég bæk­ur um eða eft­ir Simo­ne de Beau­vo­ir.“

Hvað er það er sem veit­ir þér ánægju?

„Tenn­is og sól­set­ur. Svo að sjálf­sögðu fjöl­skylda. Ég elska fjöl­skyld­una mína, vini og auðvitað hund­ana tvo og kött­inn sem til­heyra fjöl­skyld­unni minni líka.“

Ragna ásamt systkinum sínum.
Ragna ásamt systkin­um sín­um. Ljós­mynd/Ú​r einka­safni

Fannst þér þú upp­skera á ein­hverj­um tíma­punkti að þú væri búin að ná mark­miðum þínum?

„Í sann­leika sagt var ég mjög upp­tek­in af því í kring­um þann tíma sem ég var að klára mennta­skóla að ef ég myndi deyja þá myndi ég deyja sátt. Ein­hvern tím­ann þegar ég hafði verið í basli lengi í stúd­entapóli­tík, stofnað geðfræðslu­fé­lag, verið í borg­ar­stjórn og kosn­inga­stýra, og klárað lækna­námið, þá hugsaði ég með mér að ég gæti dáið sátt. En svo taka auðvitað við ný og metnaðarfyllri mark­mið.“

Hvernig skipu­legg­ur þú dag­inn?

„Dag­arn­ir mín­ir byrja yf­ir­leitt á morg­un­rútínu sem, kær­ast­an­um mín­um til mik­ils ama, tek­ur um það bil klukku­tíma. Ég fæ mér kaffi og morg­un­verð í ró­leg­heit­um og plotta síðan áform dags­ins og vik­unn­ar við sama borð, set helst allt í daga­tal í sím­an­um, sendi skila­boð yf­ir­leitt eldsnemma á vini ef við ætl­um að hitt­ast og svara nokkr­um tölvu­póst­um ef ég hef tíma til þess. Oft­ast vakna ég með nokk­ur atriði í hausn­um um það sem þarf að gera þann dag og reyni að koma þeim í fram­kvæmd áður en ég fer í vinn­una.“

Hvernig er morg­un­rútín­an þín?

„Ég vakna yf­ir­leitt um klukk­an 06:30, eða rétt­ara sagt „snooze“-a vekj­ara­klukk­una þar til hún er orðin 06:35, helli síðan upp á kaffi í lít­illi espresso-vél, hita haframjólk og set gríska jóg­úrt í skál með mús­lí, hnet­um, fersk­um berj­um og þurrkuðum ávöxt­um. Svona eru 95% af öll­um morgn­um hjá mér, eft­ir því hvað er til í ís­skápn­um. Svo stúss­ast ég í sím­an­um, mála mig, ef ég næ því, og legg af stað í vinn­una á milli 07:30 til 07:40 til að vera mætt í skurðgall­ann á morg­un­fund kl. 08:00.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda