Getur tannlæknir skráð jeppann á fyrirtækið sitt?

Eymundir Sveinn Einarsson endurskoðandi hjá Endurskoðun og ráðgjöf svarar spurningum …
Eymundir Sveinn Einarsson endurskoðandi hjá Endurskoðun og ráðgjöf svarar spurningum lesenda Smartlands.

Ey­mund­ur Sveinn Ein­ars­son end­ur­skoðandi hjá End­ur­skoðun & ráðgjöf svar­ar spurn­ing­um les­enda Smart­lands. Hér fær hann spurn­ingu frá sjálfstætt starfandi tannlækni. 

Ég er sjálfstætt starfandi tannlæknir og bý í nágrenni Reykjavíkur þar sem ég vinn sem verktaki. Ég er með ehf. félag. Er nokkuð mál fyrir mig að selja félaginu mínu jeppann minn á félagið og láta það sjá um kostnaðinn við hann. Allir vinir mínir sem eru með SLF eða ehf félög eru að gera þetta og segja að þetta sé ekkert mál. Hvað segir þú?

Kveðja, 

H

Sæl.

Til að byrja með er verulega varhugavert að taka ráðgjöf um skattalega ráðgjöf frá „öllum“. Ég er einhvern veginn alveg viss um að þessir sömu aðilar eru ekki að tjá sig ef þeir lenda í að svara fyrirspurn frá skattinum varðandi bifreiðahlunnindi.

En stutta svarið er „Já“ – þú getur skráð bifreiðina á félagið en það hefur verulegar skattalegar afleiðingar. Ef fólksbifreið eða jeppi er skráð á félag og stjórnendur eða tengdir aðilar eru að nýta hann í eigin þágu þá eru þessi hlunnindi að fullu skattskyld. Engu máli skiptir þótt bifreiðin sé notuð í þágu starfseminnar.

Einnig verður að benda á að akstur til og frá vinnu er aldrei frádráttarbær kostnaður sama hvar menn velja að búa eða vinna. Skattskylda af bifreiðanotkun er töluverð og þarf að skila bæði staðgreiðslu skatta og tryggingagjaldi af reiknuðum hlunnindum.

Sem einfalt dæmi ef bifreiðin kostar 10 milljónir þyrftir þú að skila skatti af um 2.8 milljónum og tryggingagjaldi sem eru verulegar fjárhæðir. Þannig að þú mátt gera þetta en þetta hefur verulegar skattalegar afleiðingar í för með sér. Til viðbótar bendi ég líka á að engu máli skiptir hvort bifreiðin sé í eigu félagsins eða til dæmis í leigu.

Kveðja, 

Eymundur

Liggur þér eitthvað á hjarta? Þú getur sent Eymundi spurningu HÉR. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Linda Sigríður Baldvinsdóttir
Linda Sigríður Baldvinsdóttir
Guðrún Kristjánsdóttir
Guðrún Kristjánsdóttir
Lára Guðrún Sigurðardóttir
Lára Guðrún Sigurðardóttir
Hildur Jakobína Gísladóttir
Hildur Jakobína Gísladóttir
Júlía heilsumarkþjálfi
Júlía heilsumarkþjálfi

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda