Þarf að borga skatt af arfi frá Þýskalandi?

Eymundir Sveinn Einarsson endurskoðandi hjá Endurskoðun og ráðgjöf svarar spurningum …
Eymundir Sveinn Einarsson endurskoðandi hjá Endurskoðun og ráðgjöf svarar spurningum lesenda Smartlands.

Ey­mund­ur Sveinn Ein­ars­son end­ur­skoðandi hjá End­ur­skoðun & ráðgjöf svar­ar spurn­ing­um les­enda Smart­lands. Hér fær hann spurn­ingu frá konu sem á von á arfi frá Þýskalandi.

Sæll,

ég á von á smá arfi frá ættingja í Þýskalandi. Þegar ég fæ upphæðina á bankareikninginn verður búið að taka af henni skatt í Þýskalandi.

Þarf ég líka að borga skatt af upphæðinni hér á landi, það er að segja skatt af þeirri upphæð sem lögð verður inn á bankareikninginn minn?

Kveðja, 

B

Sæl,

Skv. lögum um erfðafjárskatt greiða erfingjar 10% skatt af arfi að frádregnum skattleysismörkum sem nema nú um 6.2 milljónum ef um dánarbú er að ræða ef um íslenskan arfleifanda er að ræða.

Að því gefnu að skattur sé greiddur eftir atvikum af erfðafé samkvæmt erfðafjárskýrslu í Þýskalandi, hver svo sem hann er, að þá eru þessar fjárhæðir ekki skattlagðar hér á landi þar sem erfðafjárskattur var fullnustaður í Þýskalandi og er það endanleg skattlagning.

Þannig að stutta svarið er að ef gerð er erfðafjárskýrsla í Þýskalandi þá er það endanleg greiðsla erfðafjárskatts og engin heimild til skattlagningar á þessu hér þrátt fyrir að mögulega sé lægra skatthlutfall í Þýskalandi.

Ég myndi síðan ráðleggja þér að skila athugasemd með næstu skattskýrslu þar sem skýringar á mótteknum arfi eru tíundaðar í athugasemdadálk með skattframtalinu.

Kveðja, 

Eymundur

Liggur þér eitthvað á hjarta? Þú getur sent Eymundi spurningu HÉR. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda