Draumur Ásdísar Ránar orðinn að veruleika

Ásdís Rán gefur nú sjálfshjálparbókina út á ensku.
Ásdís Rán gefur nú sjálfshjálparbókina út á ensku.

Ásdís Rán Gunnarsdóttir, athafnakona og fyrrum forsetaframbjóðandi, ákvað eftir forsetaslaginn í sumar að þýða sjálfshjálparbókina sem hún gaf út fyrir nokkrum árum yfir á ensku. Hún segir það gamlan draum sem nú er orðinn að veruleika.

Bókin er vinnubók og lífsstílsleiðarvísir fyrir konur á öllum aldri sem vilja læra að elska sjálfa sig, finna eldmóðinn og takast á við markmið á skemmtilegan hátt. Á ensku heitir bókin Celebrate You: The Art of Self-Love. 

„Fyrir nokkrum árum gaf ég hana út á íslensku með drauminn um að deila henni með heiminum einn daginn. Í dag er sá draumur orðinn að veruleika. Ég hef gert fjölda breytinga, bætt við mörgu nýju og auðgað efnið töluvert. Ég er ótrúlega stolt af því hversu falleg hún er orðin,“ segir Ásdís í fréttatilkynningu. 

Bókin heitir Celebrate You: The Art of Self Love á …
Bókin heitir Celebrate You: The Art of Self Love á ensku.

Hægt að endurheimta gleðina og lífskraftinn

„Bókin er dýrmætt verkfæri fyrir allar stelpur og konur. Í hraða nútímans er auðvelt að festast í neikvæðum hugsunum og hegðunarmynstrum sem draga úr hamingju okkar og vellíðan. En góðu fréttirnar eru þær að það er hægt að komast úr þessu neikvæða munstri! Með aðstoð bókarinnar, smá þjálfun og hvatningu er hægt að endurheimta gleðina og lífskraftinn.“

Ásdís segist hafa fengið að leiðbeina og ráðleggja fjölda kvenna síðustu ár bæði hér á landi sem og í útlöndum. „Það er mitt hjartans mál að hvetja konur til að trúa á sjálfar sig, elta drauma sína og skapa blómlega framtíð. Bókin endurspeglar þá visku sem ég hef öðlast á mínum ferli og ég legg mikla áherslu á sjálfsást, núvitund og heilbrigð mörk sem er mikilvægur hluti af okkar vellíðan.“

Bókin er fáanleg sem rafbók til niðurhals eða sem prentuð rafbók í gegnum Amazon.
Ásdís hefur ráðlagt fjölda kvenna síðustu ár.
Ásdís hefur ráðlagt fjölda kvenna síðustu ár.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda