Þurfa áhrifavaldar að borga skatta af andlitskremum og gjöfum?

Eymundir Sveinn Einarsson endurskoðandi hjá Endurskoðun og ráðgjöf svarar spurningum …
Eymundir Sveinn Einarsson endurskoðandi hjá Endurskoðun og ráðgjöf svarar spurningum lesenda Smartlands.

Eymundur Sveinn Einarsson endurskoðandi hjá Endurskoðun & ráðgjöf svarar spurningum lesenda Smartlands. Hér fær hann spurningu frá áhrifavaldi sem veltir fyrir sér hvort viðkomandi þurfi nauðsynlega að borga skatta af gjöfum. 

Kæri endurskoðandi

Ég er ansi þekkt sem áhrifavaldur og fæ fullt af allskonar dóti fyrir að birta það á myndskeiðum hjá mér. Hluta af þessu sel ég á síðum á Facebook-síðum en annan hluta gef ég í jóla og afmælisgjafir. Þá geri ég stundum skiptidíla við aðra og hef fengið stofublóm og annað í staðinn fyrir olíur og andlitskrem sem ég hef lítið notað af. Mér er sagt að þetta sé eitthvað sem þurfi að borga skatt af. Er það ekki bull?? Ef ég þarf að borga skatta af þessu?

Kveðja,

ein í vandræðum.

Kæri örlagavaldur.

Meira og minna eru öll gæði sem mönnum hlotnast eru skattskyld sama hvaða nafni sem þau nefnast eða á hvaða formi þau eru veitt. Auðvitað fellur greiðvikni við náungann ekki þar undir enda er það bara almenn kurteisi. Hinsvegar eins og þú lýsir þessu er hér glögglega um atvinnurekstur að ræða og því ber þér að telja fram sem skattskyldar tekjur á markaðsverði þann varning sem þér hlotnast, sama síðan hvernig þú ráðstafar honum áfram.

Ég myndi líka forðast að byggja skattalegar ákvarðanatökur á „mér var sagt“ eða „það segja allir að..“ – heldur leita upplýsinga t.d. á vef Skattsins, skattur.is eða leita til fagaðila ef eitthvað er óljóst.

Kveðja, 

Eymundur. 

Liggur þér eitthvað á hjarta? Þú getur sent Eymundi spurningu HÉR. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda