Eru til íslenskir elítuskólar?

Samkvæmt norrænni rannsókn, sem Berglind Rós Magnúsdóttir vann að, er klárt og skýrt stéttakerfi í íslenskum framhaldsskólum.

Berglind er doktor í menntunarfræðum, prófessor við Háskóla Íslands og vinnur að rannsóknum í menntunarfræðum. Í vor kom út sérrit af Netlu, veftímariti um uppeldi og menntun, sem hún ritstýrði sem heitir Framhaldsskólinn, menntastefna og félagslegt réttlæti. Meðal greina í því riti er greinin Útvalin og úrvals: Stofnanaháttur elítuskóla og vegferð stúdentsefna í Reykjavík og Helsinki sem hún skrifar með Sonju Kosunen prófessor við háskólann í Austur-Finnlandi.

„Við erum að skrifa um framhaldsskóla sem standa hæst í stigveldi framhaldsskóla sem eru staðsettir annars vegar í Reykjavík og hins vegar í Helsinki. Við erum að velta fyrir okkur hvað einkennir þessa skóla, hvað þeir eigi sameiginlegt og hvað sé ólíkt, þá líka með nemendum sem sækja þessa skóla, og hvort að við getum í raun og veru talað um elítuskóla í þessum norrænu velferðarsamfélögum eða ekki.

Þetta er félagsfræði menntunar, það er verið að velta fyrir sér ekki endilega bara hvað við erum að læra heldur líka hvernig við lærum að aðgreina okkur í gegnum menntakerfið, aðgreina okkur í stéttir og það má segja að það að komast inn í tiltekinn framhaldsskóla sé ákveðinn stéttvísir í hugum unglinganna. Við sjáum það til dæmis á Facebook á hverju vori þegar foreldrar eru að monta sig yfir því að börnin þeirra hafi komist inn í þennan eða hinn framhaldsskólann þá eru bara fjórir eða fimm framhaldsskólar nefndir. Þau börn sem komast inn í aðra framhaldsskóla fá ekki samskonar meðhöndlun á hinum opinbera vettvangi þannig að það er klárt og skýrt stigveldi sem má kalla ákveðið stéttakerfi.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda