Ásdís Rán Gunnarsdóttir, forsetaframbjóðandi og hina eina sanna ísdrottning, gaf út bókina Valkyrja - lífsstílshandbók árið 2017. Nú virðist ný Valkyrjuríkisstjórn vera í kortunum en Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir formaður Viðreisnar, Kristrún Frostadóttir formaður Samfylkingarinnar og Inga Sæland formaður Flokks fólksins hafa fundað stíft allan mánuðinn í lokuðum bakherbergjum og í eldhúsum í Grafarholti. Allt með það skýra markmið að mynda ríkisstjórn og það fyrir jól.
Í Valkyrju Ásdísar Ránar eru mörg ráð sem þríeykið virðist vera að tileinka sér þessa dagana.
Valkyrja er vinnubók og lífstílsleiðarvísir fyrir konur á öllum aldri sem vilja móta líf sitt, búa til skýra sýn á framtíðina, finna eldmóðinn og takast á við markmið sín á markvissan og skemmtilegan hátt. Í bókinni segir:
„Í hverju felst velgengni þín?
Orðið velgengni hefur ansi víða merkingu hjá okkur hverri og einni og við verðum að virða það að allir hafa mismunandi skoðanir og sýn á lífið. Fyrir einhverjar er velgengni að vera vel gift, heimavinnandi með stóra fjölskyldu á meðan næsta vill verða geimvísindaprófessor, fyrirsæta, veðurfræðingur, íþróttastjarna, leikkona eða byggja upp sitt eigið fyrirtæki og hugmyndir. Sem betur ver viljum við ekki allar sama starfsframann, þá myndi líklegast allt springa í loft upp! Þess vegna eigum við að þakka fyrir að vera umkringdar allskonar ólíkum týpum og persónuleikum með ólíkar skoðanir, áhuga og metnað,“ segir í bókinni.
Í bókinni eru 10 góð ráð sem stuðla að jákvæðu og áhyggjulausu lífi:
Í rauninni er frekar líklegt að Kristrún, Inga og Þorgerður Katrín hafi unnið samvikusamlega í vinnubókinni en það er þó eitt atriði sem þær virðast ekki hafa meðtekið nægilega vel og það er atriði númer 4.
„Slepptu þörf þinni til að stjórna.“
Engin þeirra virðist vera tilbúin að sleppa tökunum. Allt hitt virðist vera á nokkuð góðri leið eins og það að lifa í augnablikinu og sjá það jákvæða í öllum aðstæðum. Þær virðast ekki vera þjakaðar af gremju og neikvæðni og virðast heldur ekki hafa neinar áhyggjur af framtíðinni sem getur verið kostur. En líka ókostur.