#KonurÍKarlastörfum: TikTok-trendið sem hittir í mark

Vinsæl og skemmtileg dæmi sem hafa vakið mikla athygli á …
Vinsæl og skemmtileg dæmi sem hafa vakið mikla athygli á TikTok. Samsett mynd

Það er enginn skortur á skemmtilegum TikTok-trendum. Nýjasta bylgjan hefur vakið sérstaklega mikla athygli - og bros. Undir myllumerkjunum #KonurÍKarlastörfum og #WomenInMenFields hefur nýtt samfélagsmiðla-trend sprottið upp þar sem konur segja dæmisögur af hegðun karla á fyndinn og kaldhæðinn máta.

„Tók utan um mittið á honum til að komast framhjá“

Trendið samanstendur af stuttum myndböndum þar sem konur lýsa atvikum sem spegla algengar aðstæður í samskiptum við karlmenn. Sum dæmin eru sprenghlægileg. Ein konan skrifar til dæmis: „Tók utan um mittið á honum til að komast framhjá og sagði „afsakið elskan“.

Önnur segir:

„Sagði honum að ég hefði átt að vera fyrirsæta fyrir Victoria’s Secret ef það væri ekki fyrir hnémeiðslin“. Þetta er kaldhæðnislegt skot á algenga frasa karlmanna sem oft vísa til þess að ef ekki hefði verið fyrir íþróttameiðslin væru þeir að öllum líkindum atvinnumenn í fótbolta eða einhverri annarri íþrótt í dag.

Af hverju slær þetta í gegn?

Trendið er meira en bara húmor – það varpar ljósi á samskipti kynjanna og staðalímyndir samfélagsins. Með því að snúa uppákomum karla yfir á sig með húmor, sýna konur hegðun karla sem margar konur kannast við eða hafa upplifað.

Til dæmis skrifaði ein kona:

„Hann missti stjórn á skapi sínu svo ég spurði hann hvort það væri þessi tími mánaðarins.“

Þarna vísar hún til algengrar tilhneigingar karla að gera lítið úr tilfinningasemi kvenna með athugasemdum um blæðingar. Önnur bætti við:

„Likeaði storyið hans á Instagram en er ekki búin að opna skilaboðin hans í marga daga,“ og vitnar þar í stanslausa hringekju væntinga og áhuga á sambærilegan hátt og margir karlmenn hafa verið gagnrýndir fyrir. Með þessu ná konurnar bæði að afhjúpa hegðun sem oft er normalíseruð í samskiptum og að sýna hversu fyndin og stundum óþægileg þessi hegðun getur verið þegar búið er að snúa dæminu við, og þess vegna nær þetta trend svona vel til fólks. Það má túlka þetta sem tegund af menningarlegri sjálfsskoðun sem TikTok er einstakt í að skapa.

@skvis.is Má ekkert lengur eða? 🤷‍♀️ #konuríkarlastörfum ♬ Anaconda - Nicki Minaj

Hvað segir þetta um TikTok-menninguna?

Samfélagsmiðlar, og þá sérstaklega TikTok, hafa skapað nýjar leiðir til að tjá sig um samfélagsmál og ádeilur á léttum og fyndnum nótum. Með trendum eins og #KonurÍKarlastörfum fá konur tækifæri til að vekja athygli á því sem þær upplifa í daglegu lífi, á ísmeygilegan og áhrifaríkan hátt.

Hvort sem fólk tengir við húmorinn eða sér þetta sem ádeilu, er ljóst að þetta trend hefur náð til margra.

Er þetta bara byrjunin?

#KonurÍKarlastörfum heldur áfram að vaxa á TikTok, og myndböndin undir myllumerkinu hafa nú safnað milljónum áhorfa. Velta má þó fyrir sér hvort þetta trend endar sem bara fyndinn minnisvarði um samskipti kynjanna, eða mun það fá karla til að skoða eigin hegðun með gagnrýnum augum?

Með spegluninni sem myndböndin bjóða upp á gætu sumir áttað sig á því hvernig samskiptamynstur þeirra birtist öðrum og jafnvel fengið þá til endurhugsa hvernig þeir nálgast samskipti. Það sem er þó ljóst er að konur hafa með þessu skapað skemmtilegt efni sem hvetur bæði kynin til að skoða samskipti sín í nýju ljósi.

Og #KarlarÍKonustörfum - hvernig væri það? Ég segi nú bara svona.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda