Hefðir í kringum áramótin eru jafn mismunandi og þær eru margar. Sumir skála í kampavíni, aðrir spila ákveðna tónlist en svo eru enn aðrir sem borða vínber. Tólf stykki á miðnætti og oft sitjandi undir borði. Þetta á að veita mikla lukku á nýju ári.
Þessi hefð hefur farið víða um veraldarvefinn og hafa meira að segja áhrifavaldar á TikTok sagt þetta hafa áhrif á ástarlífið og fjárhaginn. Ef þú nærð að klára vínberin tólf áður en fyrsta mínútan er liðin af nýju ári þá detturðu í lukkupottinn.
Hefðin þekkist úr menningarheimum í eyjum karabíska hafsins og Suður-Ameríku meðal annars en kemur upphaflega frá Spáni. Nú verður þetta líklega æ algengara um allan heim þökk sé samfélagsmiðlinum vinsæla.