Fjármálasérfræðingurinn Rachel Harris svarar nokkrum spurningum lesenda The Stylist sem brenna á mörgum.
„Kreditkort geta verið frábær ef maður notar þau með ábyrgum hætti. Oft veita þau manni ákveðna vernd í viðskiptum eða á ferðalögum. Því staðreyndin er sú að með notkun kreditkorts ertu að fá peninga annarra lánaða og þeir peningar hljóta því aukna vernd.“
„Ókostir kreditkorta eru bersýnilegir ef maður kann ekki að fara með peninga. Það poppa upp rauð flögg í bankakerfinu ef þú stendur ekki skil á þínum reikningum á réttum tíma og það getur haft áhrif til langs tíma litið.“
„Þumalputtareglan er að það þykir mikið þegar endurgreiðslur nemi á milli 20 til 30% af tekjum þínum. Svo þarf að hugsa til þess hvort um sé að ræða góðar skuldir eða slæmar. Þær góðu fela í sér fjárfestingar til langs tíma litið. Slæmar eru til dæmis neysluskuldir á háum vöxtum.“
„Það þarf að horfa á vextina í þessu samhengi. Almennt er mælt með því að borga fyrst niður skuldir sem bera háa vexti og svo koll af kolli. En það er líka mikilvægt að búa sér til sparnað ef eitthvað skyldi koma upp á. Í stuttu máli ef vextir af láni eru hærri en vextirnir þú færð af því að spara. Þá skaltu borga upp lánið. Best er samt að gera hvort tveggja í hverjum mánuði.“
„Stutta svarið er því fyrr því betra. Þannig nær maður líka að safna vöxtum yfir lengri tíma sem er alltaf gott. Passaðu að nýta þér allt sem er í boði eins og til dæmis mótframlag vinnuveitanda. Allt telur. Svo þarftu að mynda þér skoðun á hvernig lífsstíl þú ætlir að lifa á efri árum og spara með hann í huga.“