Guðmundur Birkir Pálmason, oft þekktur sem Gummi kíró, býður aðstoð til þeirra sem vilja ná árangri sem áhrifavaldar. Gummi er sjálfur vinsæll á samfélagsmiðlinum Instagram þar sem hann er með tæpa þrettán þúsund fylgjendur. Það tekur tíma að byggja upp traustan fylgjendahóp á miðlinum og ætti hann því að vera reynslumikill.
Gummi er duglegur að leyfa fólki að fylgjast með því sem hann gerir degi til dags, allt frá hvað hann borðar á ferðalögum eða hverju hann klæðist.
„Ég ætla að hjálpa þér að starfa og ná árangri sem áhrifavaldur,“ skrifar hann á Instagram. Hann hjálpar til með leiðsögn og markmið, hvernig fólk getur unnið með fyrirtækjum, hvernig á að finna sérstöðu á markaðnum og koma sér á framfæri.
Það kemur ekki fram hvað Gummi ætlar að rukka fyrir þjónustuna.