Funheit febrúarspá Siggu Kling er mætt

Sigga Kling er komin með funheita febrúarspá.
Sigga Kling er komin með funheita febrúarspá. Ljósmynd/Aldís Pálsdóttir

Spákonan Sigga Kling lofar góðu stuði í febrúar. Finnur ljónið ástina? Græðir hrúturinn loksins einhverja peninga og vinnur vogin til verðlauna? 

Hrútur: Þetta reddast allt

Elsku hrúturinn minn.

Nú er mikilvægt að þú takir ákvarðanir. Þær þurfa að vera JÁ eða NEI, ekkert KANNSKI dugar hjá þér. Næstu þrír mánuðir spúa inn baráttuanda í kerfið þitt en mikilvægt er þó að velja hvaða baráttu þú viljir heyja. Sumu þarftu að sleppa þó þú tapir einhverjum peningum en ekki hafa áhyggjur, þeir koma hlaupandi rétt á eftir og hoppa ofan í veskið þitt. Þú hefur sterka peningahyggju og hefur því of mikla tilhneigingu til að vera ábyrgur. Slepptu líka fram af þér beislinu og tjúttaðu aðeins.

Lesa meira

Nautið: Þú ferð að taka eftir litlu hlutunum

Elsku nautið mitt.

Breytilegir dagar hafa verið hjá þér undanfarið en þú hefur ekkert að óttast því það er að eflast hjá þér mikill kærleikur og sú von sem þú hefur verður að vissu. Þú hefur hleypt inn til þín neikvæðum setningum sem einhvern tíma voru sagðar við þig og særa þig. Hreinsaðu út þetta hólf því þær tengjast ekki þessum tíma sem þú ert að fara inn í núna.

Þú ert mjög tengt flóði og fjöru, tunglinu og sólinni. Þú færð upp í hendurnar sterka og merkilega hluti eða atburði sem gerast í kringum miðjan febrúarmánuð. Þegar sérstaklega ljónstunglið í ljónsmerkinu sem lendir á 12 febrúar er eins og það gerist svo margt sem þú ert búið að vera að ýta á og hefur einhvern veginn ekki komist alveg eins langt og þú vilt. Þú færð það öryggi sem þú vilt hafa til að geta sleppt þér meira lausu. Það eru svo margir að endurgreiða þér eitthvert karma vegna þess að þú ert með hjarta úr gulli og gerir kannski of mikið fyrir þá sem þú elskar, en gerðu það bara skilyrðislaust.

Lesa meira

Tvíburinn: Þú hefur mjög góð spil á hendi þér

Elsku tvíburinn minn.

Þó þú ákveðir eitthvað og ætlar að standa við það mundu að alltaf er hægt að skipta um skoðun og ef einhver er útlærður í að skipta um skoðun og fara ótroðinn veg eða gera nýja hluti ert það þú! Gefðu þér meira svigrúm og breyta ef þú vilt.

Þú hefur á hendi þér mjög góð spil. Þó þú þurfir að vinna mikið fyrir hlutunum færðu það borgað margfalt til baka. Þú verður svo stoltur af þér og fólk mun taka eftir í kringum þig og segja við þig: „Mikið líturðu vel út! Varstu að gera eitthvað sérstakt?“ Þú breytir um stefnu sem tengist því sem þú hefur áhuga á, kannski breytir þú um klæðaburð að einhverju leyti. Ég er nú ekki vön að segja þetta en það væri gott kannski að spila í einhvers konar happadrætti, vera með eina línu í lottói með tölum sem þú elskrar eða eitthvað því tengt því. Þú átt nefnilega inneign sem er tengt peningum. Þó þú áttir þig ekki á því verður einhver leið fundin til að senda þér peninga. Að segja fyrir fram „takk“ væri mjög góð orka!

Lesa meira

Krabbinn: Þú ert súperstjarna

Elsku krabbinn minn.

Þú þarft að taka sérstaklega til greina þegar fólk er að hrósa þér eða þú heyrir utan af þér hversu vel þú ert liðinn. Á köflum ertu að stúdera sjálfan þig á svo neikvæðan máta og mundu að þú getur sagt skilið við allt og alla nema sjálfan þig. Þú þarft að vakna með þér og sofna með þér líka, þú þarft að elska þig eins og súperstjörnu því það ertu svo sannarlega.

Þú ferð að taka að þér of mörg verkefni eða að taka að þér of mikið af fólki sem á bágt. Þú getur GEFIÐ þér tíma í þetta en ef þú finnur pirring yfir því að enginn annar er að hjálpa til þarftu að endurskoða hvað er að gerast.

Það er mikill hraði í kortunum þínum og þú ert oft að pína þig áfram, hvort sem það tengist hreyfingu, mataræði eða fólkinu þínu. Þá er svo mikilvægt að þú gefir þér meiri slaka. Segðu bara: „Slaka elskan mín, slakaðu á!“ því eins ljúfur og góður og þú ert býr stjórnunarandi í þér.

Lesa meira

Ljón: Leyfðu þér að hvílast

Elsku ljónið mitt.

Þetta verður mánuður sem þenur allan tilfinningaskalann í allar áttir. Þessi mánuður hefur tunglið í ljónsmerkinu og þú þarft að vara þig á að um miðjan mánuðinn að standa ekki í veseni, gera eitthvað í fljótfærni. Þú þarft að vera eins og Inga Sæland, telja upp á 86 áður en eitthvað flæðir sem þú sérð eftir. Þú skalt dásama kyrrðina þegar þetta tungl er í hæstu hæðum, nánar tiltekið kl. 1:54 þann 12. febrúar. Þetta hefur líka áhrif á tveimur dögum áður en tungl þitt rís hæst og tveimur dögum á eftir. Ef þú ferð eftir þessu – að róa og kyrra alla orku sem er í kringum þig, hugleiða og gera eitthvað fallegra í kringum þig birtist svo töfrandi flæði og auðmýkt fyrir lífinu og gjafir þínar verða óteljandi. Svo í þessu felst bæði varúð og hugrekki að tengjast sjálfu þér.

Ástarmálin gætu verið út og suður ef þú ert nýbúið að hitta einhvern og ef það er svoleiðis á þessu ást engan séns í þinni tilveru.

Lesa meira

Meyjan: Að halda eða sleppa í ástinni?

Elsku meyjan mín!

Það er þér svo eðlislægt að halda þér vel á floti og fara í gegnum lífið án þess það sjáist á þér hvernig þér líður. Það er bara allt í góðu en þetta skapar þó nokkra öfund í kringum þig. „Ekki er ekki sparkað í hundshræ,“ las ég í einhverri bók, ef þú færð athugasemdir er það bara því þú ert æði.

Það er búið að vera þung orka í kringum þig þannig þú finnur ekki spennuna, þetta er í byrjun mánaðar og þú ert að fá mikilvægar fréttir í vikunni sem tengir 10. febrúar til 15. febrúar. Þessi tími er mikilvægur og þú þarft að muna eftir því sem þú ætlar að gera, og klára það bara.

Þú skalt hafa samband við þá sem þú hefur svolítið gleymt að tengja þig við því að hanga heima í „nothingness“ tómi einhvers konar hentar þér ekki núna. Hugmyndir og sköpunargáfa er að opnast meira fyrir þér og er upphaf á einhverju sem er skemmtilegt og gefur vellíðan… er það ekki það sem við öllu þráum – vellíðan?

Lesa meira

Vogin: Þú nennir ekki að taka þátt í leiðindum

Elsku vogin mín.

Þú ert eitt af þeim fjórum stjörnumerkjum sem er að fara að uppskera og það ríkulega. Þú ert búin að þurfa að vasast í svo mörgu og síðasta ár var töluvert umhleypingasamt. Þú stöðvaðir með ákveðni margt sem eyddi kraftinum eða peningum eða þess háttar og nú ertu að uppskera þá virðingu sem þér ber og auðvitað færðu þá líka virðingu fyrir þér sjálfri, þú þú verður að sjá hversu dásamleg þú ert!

Þú hefur verið að klippa á vissar tengingar og gerir það blákalt því þér eflist styrkur í orðafærni og fólk skilur á örskammri stundu hvað þú ert að meina. Þú munt draga þig út úr flestöllu sem eru slagsmál í, því þú hreinlega nennir ekki að vera þátttakandi í leiðindum. Vegna framgöngu þinnar ferð þú að uppskera bæði veraldleg gæði og gjafir frá fólki sem elskar þig. Þú ert búin að gefa svo mikið af þér og núna er þinn tími kominn að taka á móti þeirri blessun sem býðst þér. Ekki til í dæminu að að þú vorkennir þér, enda er sú tilfinning sú versta fyrir þinn huga.

Lesa meira

Sporðdreki: Auðveldir hlutir gefa enga útkomu

Elsku sporðdrekinn minn.

Ég sé bara eldingar í kringum þig. Myndu samt að sjaldgæft er að elding hitt mann sjálfan. Þú verður vitni að svo mörgu í kringum þig og þú eflist við að sjá að þú ert fær um að klára þau mál sem þú hefur sett þér fyrir.

Eina orðið sem þú mátt ekki tileinka þér er FRESTUN. Tileinkaðu þér frekar orðin: ÉG KLÁRA ÞETTA. Þú átt til að taka fyrir fram af áhyggjur af einhverju sem er svo auðvelt að leysa.

Það er hressileiki yfir þér, húmor og gjafmildi í kringum þig – bæði þú gefur og þér er gefið. Litlu hlutirnir sem þú gerir miklar þú í huga þér en þeir eru í raun og veru ryk og blekking. Ekki fara í neina samkeppni við einhvern annan því það kæfir þig.

Lesa meira

Bogmaður: Þú ert opinn fyrir lífinu

Elsku bogmaðurinn minn.

Þú ert blessunarlega fæddur undir bjartri stjörnu og alveg sama hvað þú kemur þér út í finnur þú lausn eða leiðir. Í þér býr einhvers konar ofurhugi og í heila þínum eru afskaplega mörg herbergi þannig það fer þér best að vera með margt á prjónunum. Þú þarft að taka mikilvægar ákvarðanir fljótlega varðandi tilfinningar eða atvinnu einhvers konar, þetta gæti einnig tengst skóla eða bara öllu sem er í gangi.

Ef þú finnur fyrir kvíða þegar þú hugsar um það sem gera skal þýðir það NEI, því líkami og hugur tala við þig.

Allir vilja hafa þig með í liði þannig þú þarft að æfa þig að segja: „Nei, ég hef ekki tíma núna.“

Lesa meira

Steingeit: Þú færð betri stöðu en þú bjóst við

Elsku steingeitin mín.

Þú ert búin að hafa áhyggjur af svo mörgu sem þér finnst hafa verið visst ranglæti gegn þér. Svo hugsanirnar hafa þotið á 1000 km hraða í gegnum huga þinn. Þú þurftir að ganga í gegnum þetta álag og erfiðleika því svo muntu sjá að þetta allt sem hefur mætt þér, þessir ýmsu hlutir sem þú telur ósanngjarna eru til að opna fyrir þér bjartara líf og það er einhvern veginn þannig til að þú fáir betri stöðu en þú bjóst við nokkurn tíma við.

Röð tilviljana (tilviljanir eru ekki til, segi ég) munu beina þér í átt að þeim yndislega farvegi sem þú bjóst í raun alls ekki við. Svo margt mun gerast á síðustu mínútu og þú verður alltaf jafn hissa hvernig leysist úr þessum hömlum. Það er mikil vinna fram undan því þú þarft að skila af þér verkefnum eða leysa úr flækjum til að allt gangi upp. Nú er ég að tala um smáatriði, litla hluti sem láta þér líða betur og einfalda líf þitt, ekkert stórmál. Í kringum fulla tunglið þann 12. skaltu fara varlega.

Lesa meira

Vatnsberinn: Þú hefur segulmagnað aðdráttarafl

Elsku vatnsberinn minn.

Þú hefur verið að finna undanfarið að þú sért einhvern veginn togaður niður. Þér finnst ekki hlutirnir ganga nákvæmlega eins og þú hefur hugsað þá. Mikilvægast er að þú hlaupir ekki eftir einhverju og stressist við að ná markmiðum þínum, bara ekki leggja of mikla áherslu á drífa þig. Þú skalt setja ró í kringum þig og muna að allt kemur til þín … ekki leita! Það kemur til þín.

Í kringum þetta frábæra tungl sem er að birtast í ljónsmerkinu og er kallað snjótungl eru miklar breytingar í þann mund að eiga sér stað í kringum þig. Miklar tilfinningar eru tengdar þessu tímabili sem þú ert að fara inn í og margt sem togar í þig. Í raun mætti segja að það er eins og sinfóníutónleikar heyrist í huga þér – allir tónarnir að birtast þér.

Lesa meira

Fiskurinn: Þú verður eins og hamingjusamur hvolpur!

Elsku fiskurinn minn.

Það er búið að vera stormasamt í kringum þig líkt og veðurfarið á Íslandi, veist aldrei hvert vindurinn blæs. Í þessu töluðu ertu að kalla á ró og frið og það færðu í hjartað. Það eru fjögur stjörnumerki sem hafa mikla orku og blessun frá himintunglunum, og þú ert eitt þeirra.

Ekki samt vera að demba þér í peningaáhættu ef um mikla peninga er að ræða. Þá skaltu hinkra aðeins, sérðu betur hvað þú átt að gera. Það er mjög vel hugsað um þig en hugsanir þínar eru eins og átta á Richter í jarðskjálfta en þú ferð auðveldlega í gegnum það því þú hefur verkfærin til að loka á þessa skjálfta og það er svo mikilvægt að þér finnist ekki gaman að drama, því þá kallarðu á þá vitleysu.

Lesa meira

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda