Letur Rakelar notað af stórfyrirtækjum út í heimi

Rakel Tóm­as­dótt­ir er graf­ísk­ur hönnuður hjá aug­lýs­inga­stof­unni Cirk­us. Einnig er hún let­ur­hönnuður og mynd­list­ar­kona. Let­ur­gerð er hul­inn heim­ur fyr­ir mörg­um en hún seg­ir það stór­an bransa þó að hann sé lítið áber­andi. Silk Serif, let­ur sem Rakel hannaði sem nemi í Lista­há­skól­an­um, er eitt mest selda letrið á stærstu let­ur­sölusíðu heims og fyr­ir­tæki á borð við Condé Nast, Nike og Bergdorf Goodm­an hafa notað letrið. Það var einnig notað á forsíðu tísku­tíma­rits­ins hol­lenska Vogue.

„Þegar ég er spurð hvað ég geri þá segi ég yf­ir­leitt að ég sé graf­ísk­ur hönnuður, sem ég er, en það tek­ur bara svo lang­an tíma að út­skýra að það sé hægt að starfa við let­ur­hönn­un,“ seg­ir Rakel. 

„Sum kann­ast kannski við mig út af mynd­list­inni minni en þetta teng­ist allt sam­an. Stund­um teikna ég nakt­ar kon­ur og stund­um teikna ég stafi.“

View this post on In­sta­gram

A post shared by SILK­TYPE | foundry (@silk­type)

Svo­lítið eins og Sudoku

En hvernig er ferlið við hönn­un let­urs?

Fyrsta skrefið í hönn­un á nýju letri er að teikna nokkra stafi. Svo er þetta svo­lítið eins og Sudoku, því fleiri stafi sem maður teikn­ar því auðveld­ara verður að sjá hvað pass­ar og hvað ekki.“

Hún seg­ir upp­haf ferl­is­ins skemmti­leg­ast, eins og í flest­um verk­efn­um, að henn­ar mati. „Mest­ur tími fer hins veg­ar í að láta alla staf­ina passa sam­an og stilla bil­in á milli þeirra til dæm­is þannig að letrið flæði vel og myndi þægi­legt jafn­vægi. Þetta er mik­il ná­kvæmn­is­vinna en ég elska að gleyma mér í pínu­litl­um smá­atriðum.“

Hún seg­ist oft fá spurn­ing­una hvort það séu ekki öll let­ur til nú þegar. 

„En það er hægt að spyrja þess­ar­ar spurn­ing­ar um alla hönn­un. Er ekki búið að hanna all­ar galla­bux­ur eða alla mögu­lega stóla? Það er skilj­an­legt að fólk sem not­ar let­ur ekki dags­dag­lega sjái ekki mun­inn á mis­mun­andi let­ur­gerðum en graf­ísk­ir hönnuðir sjá hann svo sann­ar­lega enda vinna þeir með let­ur alla daga. Það er fullt af fólki í leit að nýju letri. Þetta er kannski ekki mest áber­andi brans­inn en hann er stór á heimsvísu.“

Hannaði letrið í starfs­námi 

Get­urðu sagt mér frá letr­inu sem Vogue notaði?

„Það heit­ir Silk Serif og er fyrsta letrið sem ég gaf út. Það var meira að segja út­skrift­ar­verk­efnið mitt úr Lista­há­skól­an­um árið 2016,“ seg­ir Rakel.

„Meðfram graf­ískri hönn­un í LHÍ var ég í starfs­námi hjá Reg­inu Rour­ke á tíma­rit­inu Glamour. Reg­ina var með frek­ar skýra hug­mynd um hvernig let­ur hún vildi nota í tíma­ritið en við fund­um ekk­ert sem passaði. Akkúrat á sama tíma var ég í let­ur­hönn­un­ar­áfanga í skól­an­um og ákvað að láta reyna á að hanna letrið sem okk­ur vantaði.

Ég áttaði mig á því að þetta var í raun allt of stórt verk­efni fyr­ir nema á öðru ári með enga reynslu í let­ur­hönn­un en það sakaði ekki að prófa. Kom þá í ljós að let­ur­hönn­un hentaði mér mjög vel og við enduðum á að nota letrið í tíma­ritið. Einu og hálfu ári síðar var ég búin að bæta við bold og italics og út­skrift­ar­verk­efnið mitt varð fjór­tán stíla let­ur­fjöl­skylda.“

Vinnu­heiti let­urs­ins í upp­hafi var „The In­tern“ eða starfsnem­inn en hana vantaði betra nafn fyr­ir loka­verk­efnið. 

„En hvernig í ósköp­un­um vel­ur maður nafn á let­ur? Jú, maður fer með vin­kon­um sín­um í gegn­um allt naglalakkið sem við átt­um á Glamour-skrif­stof­unni. Adda vin­kona mín tók upp lítið silfrað naglalakk sem hét Silk og þá var það ákveðið,“ seg­ir Rakel. 

„Síðan þá hef ég nefnt öll letr­in mín eft­ir tex­tíl; Silk, Velour, Chiffon og svo fram­veg­is.“

Varð fljótt mest selda letrið

Eft­ir út­skrift ákvað hún að láta á það reyna að setja letrið í al­menna sölu. 

„Ekki það að ég hafi bú­ist við að fólk myndi kaupa það en mig langaði bara að klára verk­efnið og gefa það form­lega út. Það kom mér þar af leiðandi mjög á óvart þegar Silk Serif varð fljótt eitt mest selda letrið á My­Fonts.com sem er ein stærsta sölusíða let­urs í heim­in­um.“

Hvernig geng­ur sölu­ferli let­urs fyr­ir sig?

„Til þess að geta notað letrið þarf að kaupa leyfi. Þetta virk­ar eins og hver önn­ur vef­versl­un, viðskipta­vin­ur­inn kaup­ir letrið í gegn­um heimasíðuna mína eða aðra sölusíðu, fær skrárn­ar send­ar í tölvu­pósti og get­ur þá notað það í tölv­unni sinni eða á heimasíðu. Stærri fyr­ir­tæki með fleiri birt­ing­ar borga meira. Vogue í Hollandi keypti letrið með viðeig­andi leyfi og má þá nota það í allt sitt efni,“ svar­ar Rakel.

Hvernig er að sjá letrið sitt á svona stór­um og virt­um vett­vangi?

„Það er súr­realískt að hugsa til þess að staf­irn­ir sem ég teiknaði við lítið skrif­borð í Lista­há­skól­an­um fyr­ir níu árum síðan hafi endað á forsíðu Vogue,“ seg­ir hún.

Letur Rakelar á forsíðu hollenska Vogue.
Let­ur Rakel­ar á forsíðu hol­lenska Vogue. Skjá­skot/​In­sta­gram

Til­kynnti af­greiðslu­mann­in­um að hún væri hönnuður­inn

„Þegar ég var stödd í New York fyr­ir nokkr­um árum var ég að labba um með vin­konu minni, leit upp og sá letrið mitt á risa­stóru skilti snyrti­vöru­versl­un­ar. Í sömu ferð kíkti ég inn í hina virtu versl­un Bergdorf Goodm­an, af því ég vissi að þau hefðu keypt let­ur, þar fann ég Silk Serif í tíma­riti sem versl­un­in hafði gefið út. Ég varð mjög spennt og til­kynnti af­greiðslu­mann­in­um að ég hefði hannað letrið í blaðinu. Hann skildi ekk­ert hvað ég var að meina en ég varð mjög glöð. Dæmi um önn­ur stór­fyr­ir­tæki sem hafa keypt let­ur frá mér eru Condé Nast, Nike, DuJour Magaz­ine, Pengu­in Random Hou­se og Bobby Berk.“

Það veit­ir henni mikla ánægju að sjá letrið í notk­un. „En ég er líka bara mjög glöð að geta unnið við það að teikna stafi, eitt­hvað sem ég vissi ekki að væri hægt fyrr en ég byrjaði.“

View this post on In­sta­gram

A post shared by SILK­TYPE | foundry (@silk­type)

 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda