Ljósmyndarinn Jaroslav Wieczorkiewicz sérhæfir sig í að taka myndir af vökva en hann tók magnaðar myndir af konum í anda fimmta áratugarins klæddum aðeins í mjólk.
Ótrúlegt en satt notar hann engar tæknibrellur. Konurnar eru einungis klæddar í marga lítra af mjólk til að fá bestu myndina samkvæmt heimildum Daily Mail.
„Við vinnum með ákveðna lýsingu og frekar venjulegar myndavélar,“ útskýrði Wieczorkiewicz og bætti við: „Það búa engir töfrar að baki.“
Myndatakan sem er frekar subbuleg er tekin af fyrirsætunum sem eru aðeins klæddar í bikiní buxur á meðan könnum af mjólk er hellt yfir þær og Wieczorkiewicz smellir af á leifturhraða.
Í hverri ljósmynd eru um 200 rammar og mjólkinni er hellt á mismunandi staði á líkama fyrirsætunnar. Þessir 200 rammar eru síðan sameinaðir með Photoshop í eina mynd sem framkallar fyrirsætu í mjólkurkjól.
Rammarnir eru einfaldlega settir ofan á hvorn annan í Photoshop en ekki er gert neitt annað við myndirnar.
„Þetta getur verið mjög þreytandi vinna en vel þess virði. Ég vil ekki breyta ferlinu,“ sagði Wieczorkiewicz.
Fleiri myndir má skoða HÉR.
Meðfylgjandi er myndband þar sem Wieczorkiewicz sýnir hvaða tæki og tækni hann notar í ljósmyndum sínum.