Myndlistarmaðurinn Þorlákur Morthens, eða Tolli eins og hann er jafnan nefndur, hefur sett heilsárshúsið sitt í Kjós á sölu. Húsið er 300 fermetrar, stendur á stórri eignarlóð og er sérstaklega fallegt. Það var teiknað af Alark arkitektum og gler og timbur spila þar vel saman. Tolli hefur einnig verið með vinnustofu í húsinu en í því er auk hefðbundinna íbúðarrýma smekklegt gufubað og heitur pottur úti á verönd.
HÉR má skoða eignina nánar.