Prinsinn Óskar Karl Ólaf var skírður á föstudaginn við hátíðlega athöfn í konunglegu kapellunni í Svíþjóð. Óskar Karl er sonur Viktoríu krónprinsessu Svía og Daníel Westling, eiginmanns hennar.
Óskar Karl klæddist hefðbundnum skírnarkjól en móðir hans og eldri systir, Estelle, klæddust báðar hvítum hekluðum sumarkjólum. Þá bar Viktoría krónprinsessa bláa barmnælu í stíl við borðann á skírnarkjól Óskars Karls.