Elsku Fiskurinn minn,
þú kannt svo sannarlega að meta lífið og njóta dásemdanna sem það býður upp á; að nýta tímann og ná því besta út úr mínútunni sem hægt er að fá. Þú gefur frá þér orku og sendir frá þér strauma sem fáir standast og átt svo sannarlega eftir að skemmta þér í júní.
Þú verður heppinn með það fólk sem þú hefur laðað að þér í gegnum tíðina og ef þú skoðar vel þá áttu svo ólíka vinahópa sem eiga jafnvel ekkert sameiginlegt og ef þú væri dýr þá værir þú kamelljón. Það verður svo mikið að skemmtunum og veislum í kringum þig að þú þyrftir helst að láta klóna þig. Og ég er alveg viss um að þér hefur dottið í hug einhverntímann að gera það.
Ég dreg eitt spil úr töfrabunkanum mínum og þar kemur táknmynd af þér í seglbát og þú ert að sigla inn í sólarlagið og þú færð líka töluna átta sem táknar hið óendanlega og jákvætt ferðalag sem er framundan, eitthvað sem mun breyta lífssýn þinni og tengja þig við spennandi örlög.
Ekki beisla sjálfan þig á nokkurn hátt og hættu að tala þig niður. Sumarið gefur þér það að ótrúlegasta fólk fellur kylliflatt fyrir þér því þú ert fæddur til að láta elska þig, og finnst ágætt að hafa athygli (meðan hún kæfir þig ekki), svo opnaðu bara hjarta þitt og stjórnaðu sjálfur hverjum þú býður inn. Peningamálin munu alltaf reddast hjá þér, en trúðu og treystu því þannig sneiðirðu framhjá öllum mínusum sem þú telur að verði á vegi þínum í fjármálum.
Þinn ómótstæðilegi og heillandi húmor fleytir þér langt áfram, þú hressir bæði aðra og sjálfan þig. Orðheppnin leikur við þig og sjálfstraustið þar af leiðandi eflist dag frá degi.
Koss og knús, Sigga kling
Frægir í Fiskamerkinu:
Ilmur Kristjánsdóttir leikkona, 19. mars
Páll Óskar poppstjarna, 16. mars
Elín Metta Jensen, fótboltakona, 1. mars
Rihanna, tónlistarkona, 20. febrúar
Liz Taylor, leikkona, 27. Febrúar
Baltasar Kormákur, leikstjóri, 27. febrúar
Albert Einstein, vísindamaður, 14. mars