Alma Geirdal ljósmyndari er látin eftir erfiða baráttu við krabbamein. Hún var 41 árs að aldri og lætur eftir sig unnusta, þrjú börn og tvö stjúpbörn. Hún var umvafin sínum nánustu þegar hún kvaddi.
Alma fékk brjóstakrabbamein fyrir um þremur árum, fór í brjóstnám og læknaðist en svo tók krabbameinið sig upp aftur.
Alma talaði opinskátt um veikindi sín á Facebook og veitti fólki sýn inn í heim sem mörgum er hulinn. Hún barðist fyrir lífi sínu fram á síðasta dag af miklum hetjuskap.