Júlíspá Siggu Kling er rosaleg

Sigga Kling er búin að spá í spilin.
Sigga Kling er búin að spá í spilin. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Spákonan Sigga Kling er búin að ráða í stjörnurnar fyrir hásumarið og niðurstöðurnar gætu komið mörgum á óvart. Nú þegar sumarið er loksins komið í allri sinni dýrð með engum takmörkunum vegna heimsfaraldursins fara hlutirnir að gerast. 

Elsku Stein­geit­in mín, júlí­mánuður verður svo sann­ar­lega gef­andi og skemmti­leg­ur. Því und­ar­leg­ar til­vilj­an­ir og at­vik eiga sér stað með reglu­bundnu milli­bili. Þú bæði vex og viðar að þér visku og and­leg­um skiln­ingi. Þú ert eins og á þekk­ing­ar­nám­skeiði í skóla lífs­ins og átt eft­ir að njóta þess að vera til. Þú ert ný­bú­in að fá klapp á bakið eða vera sér­stak­lega ánægð með ein­hvers kon­ar af­rek, sem fær þig til að finna spennu fyr­ir líf­inu, og já, bara finn­ast þessi tími vera spenn­andi.

Farðu neðst á forsíðu mbl.is til að lesa meira.

Elsku Bogmaður­inn minn, það má al­veg segja að þú get­ir bognað en að brotna er ekki hægt að segja að þú get­ir í sálu þinni. Þú ert eins og bambus­inn sem get­ur bognað heil­mikið, en end­ar alltaf tein­rétt­ur. Þú hef­ur verið að líta yfir hvað þú vilt og sterkt finn­urðu ekki nennu yfir allt sem þú þarft að gera. Þú þarft að hlaða batte­rí­in og leyfa huga þínum alls ekki að svífa bæði fram og aft­ur í ein­hverj­ar vit­leys­ur, því núna þarftu að stoppa. Anda djúpt að þér súr­efn­inu og að drekka einn bolla af kæru­leysi.

Farðu neðst á forsíðu mbl.is til að lesa meira.

Elsku Nautið mitt, þú kem­ur þér út úr hvaða fýlupytti sem er með því að vaða meira áfram en þú hef­ur gert. Þú get­ur kannski ekki klárað allt sem þú vilt, en á end­an­um verður út­kom­an svo­leiðis. Fjöl­skyld­an flykk­ist í kring­um þig og þú nýt­ur þess að hafa þína nán­ustu næst þér. Það er mik­il frjó­semi í þessu merki, bæði sem teng­ist, börn­um, barna­börn­um, dýr koma á heim­ilið og frjó­semi hug­ans verður enda­laus. Þú hef­ur þá sterku til­finn­ingu að þú sért sátt­ur við sjálf­an þig, en eng­an veg­inn get­ur þú verið sátt­ur fyr­ir annarra hönd. Hver og einn ein­stak­ling­ur þarf að bjarga sér sjálf­ur því þú get­ur aldrei gengið í annarra fót­spor.

Farðu neðst á forsíðu mbl.is til að lesa meira.

Elsku Tví­bur­inn minn, þú ert að fara inn í tíma þar sem kær­leik­ur­inn verður þitt sterk­asta vopn. Og þú átt eft­ir að umfaðma vini og líka þá sem þér finnst ekk­ert sér­stak­ir vin­ir. Lyk­ill­inn þinn til að leysa vanda­mál­in, hvort sem það teng­ist fjöl­skyldu, fjár­mál­um eða ást, er að ausa út kær­leik­an­um hægri og vinstri. Og þegar þú ferð í þenn­an gír­inn verðurðu eins og upp­ljómaður, því það er svo margt í líf­inu byggt upp á Karma og er þar af leiðandi eins og búmerang. Þannig að þegar þú gef­ur feg­urð, mun feg­urðin og kær­leik­ur­inn ein­blína á þig.

Farðu neðst á forsíðu mbl.is til að lesa meira.

Elsku Vatns­ber­inn minn, það sem þú þarft að prenta inn í sálu þína og vita að verði þér fyr­ir lang­bestu, er að hafa sam­vinnu og að vera sam­vinnuþýður. Því það lyfta þér all­ir upp í þann far­veg sem þú átt að vera í. Í fram­haldi af því efl­ir þú tengsl, mæt­ir á réttu staðina og tek­ur þátt í hringiðu lífs­ins, þótt þú þurf­ir að hafa aðeins fyr­ir því. Að hafa þann kraft að vera góður fylgj­andi og að leyfa fólki að sjá að þú sért ekki í fyrsta sæti (þó að þú sért það). Því að þú ert að mynda svo sam­held­inn hóp í kring­um þig, en það vinnst bara með góðri sam­vinnu. Þú þarft að hafa mikla og góða yf­ir­sýn yfir litlu hlut­ina, skrifa niður það sem þarf að gera og skoða aðstæður með smá­sjá.

Farðu neðst á forsíðu mbl.is til að lesa meira.

Elsku Krabb­inn minn, þetta er svo spenn­andi og af­drifa­ríkt tíma­bil sem þú ert á. Þú ert bú­inn að sveifl­ast frá því að líða ekki al­veg nógu vel yfir í þá til­finn­ingu að líða eins og þú eig­ir all­an heim­inn. Þú ert kom­inn í þá til­finn­ingu eða hringiðu að þú laðar að þér sterkt og gott fólk. Og þú færð nýj­ar hug­mynd­ir, eða gaml­ar hug­mynd­ir eru komn­ar til að ræt­ast.

Farðu neðst á forsíðu mbl.is til að lesa meira.

Elsku Vog­in mín, þú ert al­deil­is að púsla sam­an mörg­um hlut­um í líf­inu núna og skipu­leggja hluti al­veg fram á haustið. Og þótt þú upp­lif­ir pínu­lítið að þú finn­ir ekki púsl­in, þá segi ég það við þig, elsku hjarta, að það er bara kjaftæði eins og vana­lega. Þú færð svo marg­ar hug­mynd­ir og vilt hafa margt í gangi og kemst upp með meira en hin merk­in.

Og þú get­ur verið svo töfr­andi þegar þú ætl­ar að sann­færa ein­hvern og svo ákveðin þegar þú ætl­ar að sigra. Þú hjálp­ar öðrum til að finna sína hvata og drauma og láta þá verða að veru­leika, og þegar það hef­ur gerst hef­urðu svo mik­inn tíma til að gleðja þig við.

Farðu neðst á forsíðu mbl.is til að lesa meira.

Elsku Hrút­ur­inn minn, ekki vera svekkt­ur þó að Al­mættið sendi þér ekki allt í þeirri röð sem þú vilt hafa það. Það er pínu­lítið verið að stoppa þig til þess að þú sjá­ir hvort þú sért á rétt­um stað eða ekki. Þú get­ur hafa átt við ein­hver veik­indi að stríða og ekk­ert fer eins illa í Hrút­inn og að vera stoppaður gegn vilja hans.

Þetta á sér­stak­lega við þá sem hafa farið of hratt þenn­an síðasta mánuð og ætluðu að klára allt á núll einni. Því núna er að taka við betra skipu­lag og full­vissa um hvernig þú leys­ir úr þess­ari fléttu. Það eru flutn­ing­ar og óvænt ferðalög hjá mörg­um sem eru svo heppn­ir að vera skráðir í þetta merki.

Farðu neðst á forsíðu mbl.is til að lesa meira.

Elsku Sporðdrek­inn minn, þótt þér finn­ist vera armæða hér og þar er það ekk­ert sem á að drepa niður, hvorki huga þinn né sál. Þú ert eitt­hvað svo mikið að finna þinn ytri og innri glæsi­leika, þú berð höfuðið hátt og hend­ir kvíðanum.

Ég er svo mikið tengd Sporðdrek­um, þeir hafa svo mik­il áhrif á mig, svo mig lang­ar að segja ykk­ur hvernig ég hendi kvíðanum burt. Þegar hugs­an­ir streyma í kring­um mig, ein­hverj­ar öm­ur­leg­ar hugs­an­ir, þá stend ég upp og fer eitt­hvað annað. Og þá kem­ur sjálf­krafa ann­ar kraft­ur til mín.

Farðu neðst á forsíðu mbl.is til að lesa meira.

Elsku Fiskurinn minn. Þú finn­ur að þú efl­ist og sérð þann hæfi­leika þinn að gefa ljós og styrk til þeirra sem á því þurfa að halda. Í þessu sterka um­hverfi og til þess að þú get­ir vaxið og dafnað er svo mik­il­vægt að þú tjá­ir þig í gegn­um list­ir, vini og gleði. Tæki­fær­in koma fljót­andi til þín þegar þú ert á létt­um nót­um lífs­ins og þú aðlag­ast bet­ur með því að tjá þig í gegn­um lífs­gleði, þó að þig langi jafn­vel til að öskra. Gul­ur er lit­ur­inn sem teng­ir þig inn í sum­arið og hann gef­ur þér tákn um vináttu og sanna ást. Ef þú ert að leita að ást­inni eða finnst hún vera kom­in í líf þitt skaltu nota lífs­gleðina og húm­or­inn og eyða allri nei­kvæðni, þá geng­ur allt eins og í sögu.

Farðu neðst á forsíðu mbl.is til að lesa meira.

Elsku Meyj­an mín, þú átt það til að finna að það streymi til þín mátt­ur og að þú sért alls megn­ug. Þessi til­finn­ing get­ur hellst yfir þig á há­degi og svo finnst þér að þú get­ir ekki neitt þegar kvölda tek­ur. Núna sérðu allt í öðru ljósi og set­ur jafn­vægi yfir þessa orku svo hún verði ekki svona sveiflu­kennd.

Þú elsk­ar að ná valdi á ýms­um kúnst­um og keppni. Og ef þú skoðar þegar þú varst barn, þá fannst þér allt þess hátt­ar svo skemmti­legt. Farðu og náðu í barnið í þér, því þegar þú leik­ur þér færðu bestu hug­mynd­irn­ar og mestu ork­una. Þú ert and­lega hugs­andi og ef þér finnst að þú fáir ekki skýr skila­boð með þeim hætti, skaltu slengja þér í bað sem þú hef­ur sett baðsalt í og hef­ur haft svo­lítið fyr­ir, eða bara drífa þig í sund. Og þótt þér finn­ist þetta ekki vera merki­legt, þá eru það litlu hlut­irn­ir sem byggja upp þá stóru.

Farðu neðst á forsíðu mbl.is til að lesa meira.

Elsku Ljónið mitt, það skipt­ir kannski ekki öllu þó efn­is­leg full­nægja sé í kring­um þig og ver­ald­leg gæði virðist drag­ast að þér. Því þú þarft að sjá það skýrt í sálu þinni að nota pen­ing­ana til þess að fá þau lífs­gæði sem þú ósk­ar eða þig vant­ar.

Ef þér finnst þú ekki geta komið til leiðar ýmsu sem þurfi að ger­ast í kring­um þig, fáðu þá bara ein­hvern í verkið, þannig finn­urðu hvað þú get­ur best sjálf­ur. Í hvert skipti sem þú lag­ar eitt­hvað eða geng­ur frá ein­hverju sem er að plaga þig, þá stíg­urðu hærra í tröpp­una sem leiðir þig að ham­ingj­unni. Þegar þú finn­ur fyr­ir ójafn­vægi þarftu að gera allt til þess að koma þér á beinu braut­ina. Því þú færð ekki það jafn­vægi sem þú ósk­ar þér nema að faðma að þér gamanið, setja þér mark­mið og klára þau.

Farðu neðst á forsíðu mbl.is til að lesa meira.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda