Septemberspá Siggu Kling er lent!

Sigga Kling spáir í spilin fyrir haustið.
Sigga Kling spáir í spilin fyrir haustið. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Septembermánuður er kominn og það þýðir bara eitt, septemberspá Siggu Kling er mætt. Sigga hefur spáð í spilin fyrir haustin og boðar gott haust. Mánuðurinn verður einkar góður ef marka má spána. 

Vatnsberinn á til dæmis eftir að lenda í ótrúlegum aðstæðum, sporðdrekinn gæti orðið fyrir vonbrigðum og eitthvað gott gerist hjá fisknum 18. september. Ef þig lang­ar til að vita hvað framtíðin ber í skauti sér þá er stjörnu­spá Siggu Kling neðst á forsíðu mbl.is. 

Elsku Stein­geit­in mín,

það er al­veg hægt að segja þú gang­ir hinn gullna meðal­veg, þó það sé al­veg eins hægt að segja að þú haf­ir orðið und­ar­leg­um aðstæðum að bráð. Þú hef­ur hjarta úr gulli en hef­ur átt erfitt með að treysta öðrum og þú sýn­ir ávallt mikið sjálfs­ör­yggi hvort sem þú hef­ur það eður ei.

Farðu neðst á forsíðu mbl.is til að lesa meira.

Elsku Meyj­an mín,

í staðinn fyr­ir að finn­ast þú vera stressuð skaltu nota orðið spennt. Þú ert nefni­lega að spenna lífs­bog­ann og hitt­ir á hár­rétt­an stað. Núna er tími til að taka áhættu, stíga út fyr­ir boxið. Því það hafa verið og eru búin að vera kafla­skil í þinni lífs­bók. Það sem drep­ur kraft­inn þinn og get­ur haldið heilsu þinni í vond­um far­vegi er að hanga of mikið heima. Hentu þér út í hringiðu lífs­ins, prófaðu til dæm­is að spila golf eða eitt­hvað sem þér hef­ur aldrei dottið í hug að gera áður.

Farðu neðst á forsíðu mbl.is til að lesa meira.

Elsku Vog­in mín,

þinn kraft­ur og ein­lægni geta espað upp mann og ann­an. Og það er svo sann­ar­lega erfitt að þagga niður í Vog­inni. Þú hef­ur al­veg ofsa­lega góð spil á hendi og átt eft­ir að taka þinn tíma og hugsa vel og vand­lega hvernig þú ætl­ar að vinna leik­inn. Þú átt það samt til að of­hugsa og það get­ur haft áhrif á það hvort þú hvíl­ist rétt. Og það er það eina sem þú þarft að láta vera í fyr­ir­rúmi þenn­an mánuðinn.

Farðu neðst á forsíðu mbl.is til að lesa meira.

Elsku Tví­bur­inn minn,

þú ert svo und­ur­skemmti­leg­ur og virk­ar alltaf svo já­kvæður, þótt það gnísti í hjarta þínu. Það er mik­il­vægt að þú sjá­ir að það er eðli­legt að taka sér smá­tíma til þess að vera fúl­lynd­ur, geðstirður og öskra eins hátt og þú get­ur erfiðleik­un­um út úr system­inu. Og þá er gott að vera bara í bíln­um eða þar sem eng­inn ann­ar heyr­ir í þér. Því þá finn­urðu hvað þú get­ur tekið gleði þína snöggt aft­ur.

Farðu neðst á forsíðu mbl.is til að lesa meira.

Elsku Nautið mitt,

það er sko ým­is­legt að ger­ast í þínu heila­búi þessa dag­ana og það er upp­reisn­ar­andi yfir þér. Þú stíg­ur upp poll­ró­leg­ur gagn­vart því órétt­læti sem þér finnst rigna yfir. Þú færð þá til­finn­ingu að ekk­ert sé þér ofviða í þess­um mál­um. Og þú kem­ur sjálf­um þér svo mikið á óvart hversu mikl­um styrk­leika þú býrð yfir þegar þú þarft að sýna horn­in.

Farðu neðst á forsíðu mbl.is til að lesa meira.


Elsku Hrút­ur­inn minn,

það er allt að falla í rétt­ar skorður hjá þér. Og þú elsk­ar mest af öllu skipu­lag, hvort sem þú ger­ir þér grein fyr­ir því eður ei. Þú átt eft­ir að finna fyr­ir því hversu orðhepp­inn þú ert og svo ertu líka bú­inn að læra á það, að þegar þú ætl­ar að fá ein­hverju fram­gengt set­urðu ljúfa orku í rödd­ina þína.

Farðu neðst á forsíðu mbl.is til að lesa meira.

Elsku Krabb­inn minn,

þú hef­ur þann hæfi­leika (eins og önn­ur krabba­dýr) að geta verið inni í skel­inni þinni þegar þú þarft. Þú ert bú­inn að læra að mestu að skýla þér fyr­ir veseni og vanda­mál­um annarra. Og það ger­ir þig svo miklu sterk­ari til þess að tak­ast á við þetta ynd­is­lega og lit­ríka líf.

Farðu neðst á forsíðu mbl.is til að lesa meira.

Elsku Ljónið mitt,

að lifa er að þora er setn­ing­in sem á að ein­kenna sept­em­bermánuð fyr­ir þig. Gerðu meira en þú þarft og láttu eng­an segja þér hvað þú þarft, því þú veist það sjálf­ur. Steinn Ljóns­ins er mána­steinn og hann tákn­ar gleði og ef þú skoðar vel þá hef­ur afstaða tungls­ins mögnuð áhrif á þig. Það er nýtt tungl að birt­ast okk­ur þann sjö­unda sept­em­ber og þá skynj­ar þú þau tæki­færi sem eru í kring­um þig til að byggja upp það sem þig lang­ar til og að gera bet­ur.

Farðu neðst á forsíðu mbl.is til að lesa meira.


Elsku Fisk­ur­inn minn,

það eru ýms­ir hlut­ir sem hafa verið stress­andi og pirr­andi og þú hef­ur al­veg tekið inn í hjarta þitt. Þú hef­ur þá til­finn­ingu að þú kom­ist ekki út úr viss­um aðstæðum eða get­ir ekki lagað þær. Þessi tíðni er að snúa sér og þú átt eft­ir að hugsa: „Af hverju var ég að pirra eða að ergja mig á hinu eða þessu?“ Og þó að þú haf­ir tekið ein­hverja áhættu sem þú ert kvíðinn fyr­ir þá breyt­ist viðhorfið til henn­ar því það virðist vera þannig að ekk­ert er eins og það sýn­ist.

Farðu neðst á forsíðu mbl.is til að lesa meira.


Elsku Sporðdrek­inn minn,

þar sem er vilji er veg­ur. Og með vilj­ann að vopni og vitn­eskju um að þú get­ir tek­ist á við allt sem mæt­ir þér verður leiðin auðveld. Þú finn­ur út hvernig þú get­ur haft ótrú­leg­asta fólk með þér í liði. Án þess að þú þagg­ir niður í þínum eig­in skoðunum.

Farðu neðst á forsíðu mbl.is til að lesa meira.

Elsku Bogmaður­inn minn,

það er svo sann­ar­lega hægt að segja að þetta ár hafi verið merki­legt hjá þér. Og ótrú­lega margt verið að ger­ast þrátt fyr­ir ástandið í al­heim­in­um. Þú ert svo mik­ill vinnumaður og það er jú oft sagt að vinn­an göfgi mann­inn.

Farðu neðst á forsíðu mbl.is til að lesa meira.

Elsku Vatns­ber­inn minn,

mikið áttu eft­ir að upp­lifa ótrú­leg­ustu aðstæður sem eru all­ar komn­ar til þess að gera þig sterk­ari. Það get­ur stuðað þig aðeins að þú sért ekki 100% viss um að þú sért ekki að gera rétt. En þú átt aldrei að vera hundrað pró­sent viss um neitt, held­ur áttu að fylgja til­finn­ing­unni. Þegar þú færð góða til­finn­ingu fyr­ir því sem þú hef­ur fyr­ir stafni ertu á góðri leið. Þegar þér líður eins og þú sért með heila blokk á bak­inu er það svo sann­ar­lega ekki það sem þú átt að gera.

Farðu neðst á forsíðu mbl.is til að lesa meira.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda