Zayn Malik, fyrrverandi liðsmaður drengjasveitarinnar One Direction, sagðist í dag ekki ætla að halda uppi vörnum í máli mömmu barnsmóður hans gegn honum. Malik er kærður fyrir áreitni eftir rifrildi við mömmu barnsmóður sinnar, Gigi Hadid.
Samkvæmt gögnum málsins átti atvikið sem um ræðir sér stað í lok septembermánaðar. Hann mun þurfa að fara á reiðistjórnunarnámskeið og sæta skilorðsbundnu fangelsi í 360 daga. Þá er mamma Gigi, Yolanda, komin með nálgunarbann á söngvarann.
Malik greið í Yolanda og hrinti henni í skáp ásamt því að hafa blótað henni og sagt henni að halda sig frá barnabarninu sínu.
Mailk tjáði sig ummálið á Twitter en hann hóf ávarpið á því að ítreka það að hann væri einrænn maður og vildi helst fóstra öruggt einkalíf fyrir dóttur hans og Gigi. Það væri staður þar sem „málefnum fjölskyldunnar væri ekki varpað fyrir almenning svo allir geti togað þau til og teygt.“
„Til þess að vernda þetta einkasvæði hennar ákvað ég að halda ekki uppi vörnum í máli sem kom til vegna vegna rifrildis milli mín og skyldmenni maka minnar sem kom inn á heimili okkar óboðin í fjarveru maka míns.“