Fjármálaráð sem breytir lífi þínu

Sparnaður er eitthvað sem þarf að hugsa fyrir.
Sparnaður er eitthvað sem þarf að hugsa fyrir. mbl.is/Arnaldur Halldórsson

Fjármálin eiga það til að vera flókin. Nú þegar verðlag hefur hækkað mikið er gott að kíkja aðeins inn á heimabankann sinn og skipuleggja. Eitt það besta sem fólk getur gert er að stofna söfnunarsjóð. En hvað er söfnunarsjóður?

Í byrjun hvers árs er sniðugt að fara yfir árið og sjá hvaða stórviðburðir eru á dagskránni sem eiga eftir að kosta pening. Þú sérð sem dæmi að það eru fimm viðburðir sem eru að fara kosta þig talsverða upphæð. Þú getur áætlað hvað hver viðburður er að fara kosta þig og byrjað strax að spara fyrir honum til að létta undir. Þú sparar minni upphæðir í einu yfir lengri tíma. Þannig finnur veskið ekki eins mikið fyrir því þegar komið er að viðburðunum. 

Skoðaðu viðburðina og skrifaðu niður í hvaða mánuði hver viðburður er og hvað viðkomandi er að fara kosta. 

Jólin - desember (12)- 100.000 kr.

Brúðkaup - júlí (7) - 15.000 kr. 

Utanlandsferð - júní (6) - 250.000 kr.

Ferming - apríl (4)- 10.000 kr.

Stórafmæli - september (9) - 30.000 kr.

Til þess að reikna út hvað þú þarft að spara mikið í mánuði tekur þú upphæðina sem þig vantar og deilir henni með fjölda mánuða sem eru þangað til að viðburðurinn er.

Jólin eru í tólfta mánuði ársins. 100.000/12= 8.333 krónur er upphæðin sem þú þarft að leggja til hliðar í hverjum mánuði fram að jólum til að eiga 100.000 kr um jólin.

Brúðkaupið er í sjöunda mánuði ársins. 15.000/7= 2.142 krónur er upphæðin sem þú þarft að leggja til hliðar í hverjum mánuði fram að veislunni til að eiga 15.000 kr fyrir gjöf.

Utanlandsferðin er í sjötta mánuði ársins. 250.000/6= 41.666 krónur er upphæðin sem þú þarft að leggja til hliðar í hverjum mánuði fram að fríinu til að eiga 250.000 kr.

Fermingin er í fjórða mánuði ársins. 10.000/4= 2.500 krónur er upphæðin sem þú þarft að leggja til hliðar í hverjum mánuði fram að fermingu til að eiga 10.000 kr fyrir gjöf.

Stórafmælið er í níunda mánuði ársins. 30.000/9= 3.333 krónur er upphæðin sem þú þarft að leggja til hliðar í hverjum mánuði fram að afmælinu til að eiga 30.000 kr fyrir afmælinu. 

Það er stundum auðveldara að ná stórum markmiðum þegar maður brýtur þau niður. Margt smátt gerir eitt stórt.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda