Byrjaði 11 ára í neyslu og vonar að hann lifi biðina af

Í nýjasta þætti af Lífið á biðlista ræddi Gunnar Ingi Valgeirsson við ungan mann á Akureyri sem býr með móður sinni sem er virkur alkahólisti.

Ungi maðurinn er fastur í morfínneyslu og hefur verið lengi á biðlista en þegar hann hefur komist inn í meðferð fær hann mikil kvíðaköst sem valda því að honum er iðulega vísað úr meðferð.

Á geðdeild var honum hótað að hann fengi ekki að vera þar ef hann reyndi aftur sjálfsvíg. Svo virðist sem kerfið geri ekki ráð fyrir honum.

Varð fyrir kynferðislegu, líkamlegu og andlegu ofbeldi

Á manninum hefur verið stöðugt brotið frá þriggja ára aldri. Hann var misnotaður kynferðislega og beittur öðru líkamlegu og andlegu ofbeldi frá þriggja ára aldri til 11 ára aldurs. Þá uppgötvaði hann í sjónvarpsþætti að þetta væri allt ofbeldi.

Við tóku erfiðar tilfinningar til að vinna úr sem hann náði ekki að gera og enginn hjálpaði honum við að gera. Hann kynntist kannabis og nýtti sér það til að deyfa tilfinningarnar, svo amfetamín, kókaín, róandi og loks morfínlyf.

Gunnar Ingi hitti hann fyrst í marsmánuði þar sem hann var á biðlista og segði sögu sína. Hann hitti manninn svo aftur í júlímánuði og þá var hann mjög illa farinn, orðin húsnæðislaus og enn á biðlista. Inn og út af geðdeild og lifir í eymdinni en vonar að hann lifi biðina af þar til hann kemst í meðferð, ef hann fær að vera þar í þetta skipti.

Líður eins og rotna eplinu í búðinni sem enginn vill

Þættirnir Lífið á biðlista eru skoðun Gunnars Inga á afleiðingum biðlista eftir meðferðum á líf fólks. Í þessari seríu er sérstaklega skoðað hvernig biðlistarnir hafa áhrif á aðstandendur. Þessi þáttur er þó undantekning þar sem Gunnari Inga þótti þessi saga gefa nauðsynlegt sjónarhorn á hvernig samfélagið hefur stöðugt brotið á einum ungum einstaklingi frá þriggja ára aldri og er enn að því nú þegar hann er 21 árs gamall.

Hann hefur verið í neyslu frá 11 ára aldri með engin úrræði sem grípa einstaklinga eins og hann. Honum líður eins og rotna eplinu í búðinni sem enginn vill. En hefur samt viljastyrk og skilning til að eiga von ef hann fær hjálp. Þessi saga ætti ekki að láta nokkurn mann ósnortinn og er eitt dæmi af mjög mörgum þar sem mjög ung börn hefja neyslu og engin úrræði eru til staðar.

Embætti land­lækn­is bend­ir á að mik­il­vægt sé að þeir sem glíma við sjálfs­vígs­hugs­an­ir segi ein­hverj­um frá líðan sinni, hvort sem er aðstand­anda eða hafi sam­band við Hjálp­arsíma Rauða kross­ins 1717, eða á net­spjalli 1717.is, við hjúkr­un­ar­fræðing í net­spjalli á heilsu­vera.is eða við ráðgjafa í síma Píeta-sam­tak­anna s. 552-2218. Píeta­sam­tök­in bjóða einnig upp á ráðgjöf og stuðning fyr­ir aðstand­end­ur þeirra sem glíma við sjálfs­vígs­hugs­an­ir.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál