Kate Hudson notar ekki svitalyktareyði

Kate Hudson segir það algjör óþarfi að nota svitalyktareyði.
Kate Hudson segir það algjör óþarfi að nota svitalyktareyði. AFP/Jean-Baptiste Lacroix

Leikkonan Kate Hudson viðurkennir að hún noti ekki svitalyktareyði, ekki frekar en mótleikari hennar Matthew McConaughey. Þessu deildi hún í spjallþættinum Watch What Happens Live á dögunum.

Hudson var spurð úr sal hvort þau McConaughey hefðu notað svitalyktareyði við tökur á rómantísku gamanmyndinni Fool's Gold en svarið kom áhorfendum heldur á óvart.

„Nei! Hann notar aldrei svitalyktareyði – og bara svo þið vitið það þá geri ég það ekki heldur,“ sagði Hudson og bætti því við að hún væri með gott lyktarskyn og hafi því fundið lyktina af McConaughey á setti þótt hann væri kílómetra í burtu. 

Hefur ekki notað svitalyktareyði í 39 ár

McConaughey hefur áður sagt opinberlega að Hudson sýni sér alltaf mikinn skilning, en á heitustu dögunum á setti hafi hún þó stundum komið til hans með saltstein, sem er náttúrulegur svitalyktareyðir. 

Aðrar leikkonur á borð við Yvette Nicole Brown hafa einnig reynslu af líkamslykt McConaugheys. „Það er engin svitafýla af honum. Hann lyktar eins og gott múslí. Hann hefur þessa sætu, sætu lykt sem er bara hann og ég er ekki að segja þetta því ég er „næs“ eða klikkuð,“ segir Brown. 

McConaughey hefur lengi verið talinn einn kynþokkafyllsti maður heims en í viðtali árið 2005 sagðist hann ekki hafa notað svitalyktareyði í 20 ár. Ljóst er að allavega Hudson heillast af frjálsleika hans. „Við erum bara náttúrubörn,“ sagði hún.

Page six

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál