Þú færð ekki kraftmeiri húðmeðferð

EGF Power augnkremið er nýjasta vara BIOEFFECT.
EGF Power augnkremið er nýjasta vara BIOEFFECT. Ljósmynd/Aðsend

„BIOEFFECT setti fyrstu Power vöruna, EGF Power Cream, á markað árið 2021. Okkur fannst vanta vörur sem væru sérstaklega þróaðar fyrir þroskaða húð, fyrir þá sem þurfa meiri kraft og öflugri innihaldsefni. Power línunni hefur verið mjög vel tekið enda sjáum við vörurnar vinna kröftuglega á öldrunareinkennum húðarinnar, sem er einmitt það sem viðskiptavinir okkar leitast eftir,“ segir Sigrún Dögg Guðjónsdóttir, framkvæmdastjóri rannsókna og þróunar hjá BIOEFFECT en með henni starfar öflugt vísindateymi sem hefur það hlutverk að þróa og rannsaka bæði mismunandi innihaldsefni og vörur, og einnig húðina og þau áhrif sem BIOEFFECT vörurnar hafa á hana.

„Vísindateymið okkar vinnur að stöðugum framförum og aukinni þekkingu á húðfrumum, vaxtarþáttum og virkum innihaldsefnum og nýtir þá þekkingu til að besta árangurinn af notkun BIOEFFECT húðvaranna,“ segir Sigrún sem hóf störf hjá BIOEFFECT í ágúst árið 2022 þegar hún flutti aftur til Íslands eftir 20 ár í Kaupmannahöfn.

Sigrún Dögg Guðjónsdóttir framkvæmdastjóri rannsókna og þróunar hjá BIOEFFECT
Sigrún Dögg Guðjónsdóttir framkvæmdastjóri rannsókna og þróunar hjá BIOEFFECT Ljósmynd/Aðsend

Hún segir einstaklega áhugavert að hafa umsjón með vöru- og húðrannsóknum auk þess að sinna stöðugri þróun á vörulínunni. Sjálf lauk hún B.Sc. prófi frá Háskóla Íslands og kandídatsprófi í læknavísindum frá Háskólanum í Kaupmannahöfn. „Það er gott að hafa bæði þennan fræðilega bakgrunn en ekki síður þá reynslu að hafa starfað á sviði húðsjúkdómalækninga og sem sérfræðingur í klínískri lyfjaþróun. Ég er mjög stolt af því markmiði að allar vörurnar okkar eru þróaðar og hannaðar með það að leiðarljósi að innihalda eingöngu efni sem hafa ákveðið hlutverk, annað hvort fyrir húðina eða fyrir formúluna sjálfa og í samanburði við önnur merki þá eru mjög fá innihaldsefni í vörunum okkar. Þar af leiðandi er þróunarvinnan full af áskorunum en ekki minna skemmtileg fyrir vikið og við erum mjög stolt af því að margir með mjög viðkvæma húð nota vörurnar okkar,“ segir Sigrún og bætir við að þeir þátttakendur sem hafa verið með í klínískum húðrannsóknum á Power vörunum eru nú flestir orðnir fastir viðskiptavinir vörumerkisins sem er mikill gæðastimpill.

BIOEFFECT setti fyrstu Power vöruna, EGF Power Cream, á markað …
BIOEFFECT setti fyrstu Power vöruna, EGF Power Cream, á markað árið 2021. mbl.is/Aðsend

Kremin örva náttúrulega kollagenframleiðslu

Falleg og heilbrigð húð hefur verið í tísku að undanförnu í bland við léttan farða og náttúrulegt útlit. „Það er hægt að vinna með húð á öllum aldri og mjög spennandi að búa til Power vörurnar sem eru fyrir 35 ára og eldri. Þroskuð húð sýnir fleiri einkenni öldrunar, hún er með dýpri hrukkur, litabreytingar og minni stinnleika. Í raun er Power línan fyrir húð sem er ekki eins þykk og þétt og hún áður var. Þetta er öflugasta línan okkar og innihaldsefnin í vörunum endurspegla það,“ segir Sigrún.

EGF BIOEFFECT Power línan er stílhrein og falleg.
EGF BIOEFFECT Power línan er stílhrein og falleg.

Fjölmargir eru farnir að sjá kosti þess að nota húðvörur frá BIOEFFECT vegna vaxtarþáttanna sem hvetja húðina til að örva náttúrulega kollagenframleiðslu á öruggan hátt. „Í Power Seruminu eru tveir vaxtarþættir, EGF og KGF, sem framleiddir eru á Íslandi með plöntulíftækni. Húðin okkar þekkir þá vel og veit nákvæmlega hvernig hún á að nýta sér virknina því vaxtarþættirnir sem við notum eru nákvæm eftirlíking af því sem húðin framleiðir sjálf. Þeir þétta húðina og vinna þar af leiðandi á hrukkum og fínum línu og gefa húðinni meiri stinnleika, styrkja ysta lag og auka raka hennar,“ segir Sigrún.

EGF Power kremið eykur raka um allt að 72%

Raki og næring eru mjög mikilvægir þættir í að halda húðinni heilbrigðri og í jafnvægi á þessum árstíma. „Sérstaklega á Íslandi því loftslagið er frekar þurrt og þegar kuldinn kemur þarf að passa einstaklega vel upp á húðina þar sem hún getur verið berskjölduð gagnvart veðrinu. Þegar húðin eldist minnkar oft eiginleiki til að halda raka í húðinni. Þess vegna þarf öflugri innihaldsefni til að viðhalda heilbrigðri og ljómandi húð.“

Rannsóknir sýna gagnsemi þess að breyta um húðvörur þegar árstíðirnar breytast. „Það er jafnvel nauðsynlegt að nota þykkari formúlur með meiri fitum og olíum sem geta hjálpað húðinni mikið á veturna. Þegar klíníska rannsóknin á EGF Power kreminu var gerð sáum við aukningu á raka í húðinni um allt að 72% sem sýnir hversu öflugt og rakagefandi það er.“

Klínískar rannsóknir hafa verið gerðar á öllum vörum í Power línunni. „Því það er okkur mjög mikilvægt að geta sýnt fram á að vörurnar raunverulega virki og eru að gera það sem við segjum þær gera. Þess vegna eru framkvæmdar mikilvægar rannsóknir á vörunum okkar, bæði rannsóknir sem við sjálf framkvæmum en líka rannsóknir í samstarfi við óháða þriðja aðila. Allar vörurnar í Power línunni virka mjög vel á öldrunareinkennum húðarinnar. Húðin fær mjög fallega áferð og ljóma við reglulega notkun á Power vörunum.“

Sigrún mælir með því að panta tíma í VISIA húðmælingartækið í verslun BIOEFFECT á Hafnartorgi svo hægt sé að finna réttar vörur fyrir húð hvers og eins. 

Serum sem tekur sólarblettina

Serum hafa aldrei verið vinsælli en þau eru nú. „Power Serumið okkar er mjög kröftugt. Við vildum gera serum fyrir trausta BIOEFFECT viðskiptavini sem hafa notað EGF Serumið í mörg ár og eru tilbúnir í kröftugri vöru. Í Power Seruminu erum við með 2 vaxtarþætti, EGF og KGF, þannig að virknin er mjög mikil ásamt því að vera með annað spennandi innihaldsefni sem heitir NAG eða N-acetyl-glucosamin. NAG vinnur mjög vel á sólarblettum og sólarskaða í húðinni sem kemur sífellt meira í ljós þegar húðin eldist. Power Serumið eykur rakann í húðinni sem fær stinnara, sléttara og jafnara yfirbragð,“ segir Sigrún og minnir á að vanalega er serum notað sem fyrsta varan í húðrútínunni áður en eitthvað annað fer á andlitið. „Áferðin er létt og serumið smýgur vel inn í húðina.“

EGF Power Serumið eykur rakann í húðinni sem fær stinnara, …
EGF Power Serumið eykur rakann í húðinni sem fær stinnara, sléttara og jafnara yfirbragð. Ljósmynd/Aðsend

EGF Power augnkremið er nýjasta vara BIOEFFECT. „Við erum einstaklega stolt af þessari vöru sem hefur hreinlega slegið í gegn. Þegar við þróuðum hana vildum við einmitt halda áfram að bjóða vöru fyrir viðskiptavini okkar með þroskaða húð og þróa kraftmikla vöru sem myndi virkilega vinna á öldrunareinkennum sem koma fram í kringum augun. Augnsvæðið er yfirleitt það svæði sem sýnir fyrstu einkenni öldrunar og húðin i kringum augun er mun þynnri en húðin annars staðar á andlitinu,“ segir Sigrún og bætir við að auk EGF sem eykur framleiðslu á kollagen og teygjanleika húðarinnar þá séu önnur mjög spennandi efni á borð við koffín í kreminu.

„Koffín eykur blóðflæðið í húðinni í kringum augun og vinnur þar af leiðandi á þrota og hefur þann eiginleika líka að minnka ásýnd bauga. Í augnkreminu er líka efnið Bakuchiol sem oft er kallað plöntu-retínól. Það er unnið úr indverskri plöntu og hefur mikla virkni á húðina, vinnur á fínum línum og hrukkum og dökkum litabreytingum í húð. Það hefur svipaða virkni og retínól án þess að framkalla þær aukaverkanir sem retínól getur haft. B3 vítamínið niacinamide er einnig að finna í augnkreminu sem vinnur á baugum og dökkum litabreytingum í húðinni, eykur ljóma og styrkir varnavegg húðarinnar. Seramíð er í augnkreminu en það er einstaklega gott efni sem nærir húðina vel þannig að áferðin verður mýkri og einsleitari. Svo er auðvitað fullt af öðrum frábærum innihaldsefnum sem öll vinna vel saman og sjá til þess að virkni vörunnar er sýnileg,“ segir Sigrún.

Augnsvæðið er yfirleitt það svæði sem sýnir fyrstu einkenni öldrunar …
Augnsvæðið er yfirleitt það svæði sem sýnir fyrstu einkenni öldrunar og húðin i kringum augun er mun þynnri en húðin annars staðar á andlitinu. Ljósmynd/Aðsend

„Þannig sýnum við okkar besta andlit“

Sigrún notar sjálf BIOEFFECT vörurnar og hefur gert í mörg ár. „Mér hefur alltaf fundist vörurnar mjög spennandi og hef óbilandi áhuga á húðinni og hvers hún þarfnast og hvernig maður hugsar um hana á sem bestan og áhrifaríkastan hátt.“

Það er greinilegt að vísindafólk sem rannsakar vörur og innihaldsefni dag hvern verður mjög kröfuhart þegar kemur að vörum til að setja á húðina. „Kröfuhörð og gagnrýnin eru réttu orðin. Ég nota Power Serumið og svo skipti ég yfir í BIOEFFECT 30 daga meðferðina (e 30 Day Treatment) mjög reglulega. Nýja Power augnkremið nota ég kvölds og morgna. Eiginmaðurinn minn er orðinn reglulegur notandi af því líka. Á sumrin nota ég Hydrating kremið og EGF Power kremið á veturna.“

Fegrunaraðgerðir sem hafa heppnast illa, hafa komið hugmyndinni um fegurð húðarinnar á öllum aldri í tísku. „BIOEFFECT vörurnar eru fyrir mjög breiðan aldurshóp og öll kyn. Viðskiptavinir okkar eru frá 25 ára aldri, þegar maður byrjar fyrst að nota virkar húðvörur og svo vonumst við til að fólki kaupi krem til æviloka því þegar við meðhöndlum húðina okkar með góðum vörum, sama á hvaða aldri við erum, þá kemst húðin í sitt besta form og þannig sýnum við okkar besta andlit,“ segir hún og bætir við að nærandi innihaldsefni sem húðin skilur veldur því að við fáum þetta flotta og eftirsótta bjarta, glóandi yfirlit.

„Það er hægt að finna BIOEFFECT vörur fyrir allar húðtegundir og góð húðrútína skilar sér alltaf í fallegri og geislandi húð en lífsstíll spilar einnig stórt hlutverk, við megum ekki gleyma því. Reykingar, sólin og mataræði kemur fram í húðinni. Við þurfum því að huga að stóra samhenginu.“

Förðunarmyndbönd eru vinsæl um þessar mundir og tískan í förðun sífellt að breytast. „Útkoman er þó yfirleitt betri þegar undirlagið er í sínu besta formi.“

Allar vörur ganga fyrir hendurnar líka

Má nota Power vörur á hendurnar líka?

„Hendurnar hafa einmitt fengið aukna athygli upp á síðkastið þar sem húðin á höndunum er yfirleitt minna varin fyrir veðri og vindum og fær sjaldnar sólarvörn. Þar af leiðandi koma öldrunareinkenni oft fyrr fram á höndum. Handserumið frá BIOEFFECT er því frábær vara þar sem hún nærir, verndar og mýkir húðina á höndunum. Innihaldsefnin eru EGF, B3 vítamín, seramíð og hýaluronsýra sem hjálpar við að næra þurrar hendur, efla ysta varnarlag húðarinnar og draga úr litabreytingum. Þetta er létt og þægileg gel formúla sem gengur vel inn í húðina. En að sjálfsögðu má nota allar vörurnar okkur á hendurnar líka.“

Handserumið frá BIOEFFECT er frábær vara þar sem hún nærir, …
Handserumið frá BIOEFFECT er frábær vara þar sem hún nærir, verndar og mýkir húðina á höndunum. Ljósmynd/Aðsend
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda