„Ég reyni að fjalla um ástina í lífi hans“

Rithöfundurinn Arnaldur Indriðason segir frá sinni nýjustu bók Ferðalok. Hún fjallar um skáld sem fellur í stiga um miðja nótt og fótbrotnar. Næstu daga liggur hann fársjúkur á spítala og rifjar upp sælar og sárar stundir – hugurinn leitar í fornar ástarraunir og meinleg örlög smalapilts heima í Öxnadal. Um er að ræða sögulega skáldsögu sem skilur eftir sig spor í hjartanu.

Arnaldur Indriðason hefur verið vinsælastur íslenskra höfunda heima og erlendis í aldarfjórðung. Bækur hans hafa verið þýddar á yfir fjörutíu tungumál og selst í tugmilljónum eintaka. Ferðalok er tuttugasta og áttunda skáldsaga hans. Arnaldur hefur hlotið margvíslegan heiður fyrir verk sín, þar á meðal Verðlaun Jónasar Hallgrímssonar, og má því heita við hæfi að hann rýni nú í sögu skáldsins.

„Ég reyni að fjalla um ástina í lífi hans, eftirsjánna og sorgina. Og alla þessa fegurð sem er Jónas Hallgrímsson,“ segir Arnaldur.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda