SKIMS-merki Kim Kardashian í samstarf með Nike

Kim Kardashian stofnaði vörumerki sitt SKIMS 2019 og nú er …
Kim Kardashian stofnaði vörumerki sitt SKIMS 2019 og nú er væntanleg vörulína frá henni og Nike, undir NikeSKIMS. Samsett mynd/Dimitrios Kambouris/Ronald Martinez /AFP

Íþrótta­vörumerk­isris­inn Nike sá virði hluta­bréfa taka kipp í kjöl­far til­kynn­ing­ar um sam­starf við vörumerkið SKIMS, sem er í eigu Kim Kar­dashi­an, und­ir merk­inu NikeSKIMS. 

Flest­ir kann­ast við Nike en kannski kann­ast færri við und­ir- og aðhalds­fata­merkið SKIMS, en Kar­dashi­an-syst­ir­in stofnaði vörumerkið í sept­em­ber 2019 í sam­starfið við Emmu og Jens Grede.

Til­kynnt var um nýju vöru­lín­una NikeSKIMS í gær og er hún vænt­an­leg á netið og í vald­ar versl­an­ir í Banda­ríkj­un­um, með vor­inu.  Kar­dashi­an hef­ur sagt vöru­lín­una vera vand­lega hannaða, eitt­hvað til að verða „heltek­inn af“.

Sam­vinn­an kom­in til að vera

Nike var stofnað árið 1964 og var upp­haf­lega var fyrsta vara fyr­ir­tæk­is­ins Nike-striga­skór. Vörumerkið hef­ur í ár­araðir verið meðal stærstu í heim­in­um en átt und­ir högg að sækja und­an­farið vegna tóm­stunda­merkja á borð við Alo Yoga, Vu­ori og fjölda annarra. Til að halda dampi þurfti Nike að fara nýj­ar leiðir og er sam­starfið sagt vera til­raun fyr­ir­tæk­is­ins til að sporna gegn dvín­andi vin­sæld­um.

Sam­starf­inu er ekki ætlað að vera eins og einn­ar næt­ur gam­an held­ur lang­tíma­sam­band, þar sem ris­inn Nike, með alla sína sögu, sam­ein­ar krafta sína með SKIMS, sem hverf­ist um sérþekk­ingu á aðhalds­fatnaði og hef­ur sterka teng­ingu á sam­fé­lags­miðlum.

Ekk­ert hef­ur verið gefið upp um út­lit vöru­lín­unn­ar en nokkr­ar get­gát­ur eru á lofti eins og hreinn stíll, mini­malísk­ur, fag­ur og mjúk­ur, í anda SKIMS, blandað með tækni­legri hönn­un og íþrótta­stíl Nike. Í til­kynn­ing­unni kom hins veg­ar fram að lín­an verði ætluð kon­um en þar verða m.a. skór og fylgi­hlut­ir.

Cos­mopolit­an

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda