Ætlar að verða flottari en Jóhannes Haukur

Jóhann G. Jóhannsson fyrir og eftir.
Jóhann G. Jóhannsson fyrir og eftir. mbl.is

Jóhann G. Jóhannsson er í mjög miklu líkamsræktarátaki, hleypur og lyftir nánast daglega ásamt því að taka mataræðið í gegn.

„Ég er í rosaátaki til að líta ekki út eins og „drasl“ við hliðina á Jóa Hauk,“ segir Jóhann G. Jóhannsson leikari sem fer með eitt af aðalhlutverkunum í sýningunni Alvörumenn sem frumsýnd verður 17. september í Austurbæ.

Jóhann er undir miklum þrýstingi frá samleikara sínum Jóhannesi Hauki, sem er orðinn mjög massaður og fitusnauður, eftir strangt líkamsræktarátak.

„Ég byrjaði aftur í átaki í um miðjan júlí. Þá var bjórvömbin orðin útþanin og þurfti ég að grípa til minna ráða. Þá fór ég að slaka aðeins á í sykrinum og hveitinu. Það er ekkert grín að hafa Jóhannes Hauk yfir sér alla daga. Hann borðar bara jurtafæði og prótein og eins leiðinlegt og það er þá virkar það mjög hvetjandi á mig. Ég ætla að verða flottari en hann,“ segir Jóhann og hlær.

Hættir þér til að fitna?

„Já, og ég borða mest eftir klukkan ellefu á kvöldin og get alveg borðað fram á nótt ef það er í boði. Ég hef vaknað upp við það að ég sé að fá mér súkkulaðiköku og mjólk. Sykurþörfin hjá mér pumpast upp ef ég borða ekki reglulega.“

Um leið og hann venur sig á að borða reglulega yfir daginn minnkar sykurlöngunin.

„Nú er ég að vinna í því að minnka matarskammtana og borða ekki eftir klukkan átta á kvöldin.“

Fyrir þremur til fjórum árum léttist Jóhann um 12 kíló og fór úr rúmlega 90 kílóum niður í 78 kíló. Hann segir að sú þyngd henti sér best en síðan hann léttist hefur hann bætt á sig hægt og rólega þangað til hann tók sig taki í sumar. Það var þó ekki í fyrsta skipti sem Jóhann fór í átak því áður en hann tók við hlutverki Bárðar í Stundinni Okkar hafði hann verið í miklu „líkami fyrir lífið“ átaki en var svo óheppinn að slíta hásin svo að hann hætti að æfa.

„Bárðarbúningurinn átti að veita mér aðhald en einhvern veginn náði ég að blása út í honum,“ segir hann  og hlær.

Hvað finnst þér erfiðast að hætta að borða?

„Sætindi og ís, en ég leyfi mér að hafa einn nammidag í viku. Þá finn ég svart á hvítu hvað sætindin fara illa í mig.“

Jóhann segist hafa fyllt vel út í Bárðarbúninginn sem átti …
Jóhann segist hafa fyllt vel út í Bárðarbúninginn sem átti að veita honum aðhald. Hér er hann með Þóru Sigurðardóttur sem lék Birtu í þættinum. Ásdís Ásgeirsdóttir
Þessi mynd var tekin af Jóhanni G. á dögunum.
Þessi mynd var tekin af Jóhanni G. á dögunum. mbl.is
Þessi mynd var tekin af Jóhanni áður en hann byrjaði …
Þessi mynd var tekin af Jóhanni áður en hann byrjaði í átaki. mbl.is
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda