Búin að bæta hlaupatímann um 9 mínútur

Dagmar Ásmundsdóttir.
Dagmar Ásmundsdóttir. Eggert Jóhannesson

Stelpurnar í Stjörnuþjálfun þurfa að hlaupa 5 kílómetra einu sinni í viku. Dagmar Ásmundsdóttir er búin stórbæta tímann sinn. Þegar hún byrjaði í átakinu rölti hún kvartandi þessa fimm kílómetra, en nú er hún byrjuð að hlaupa. Dagmar talar um þetta á bloggi sínu.

„Ekki mjög leiðinlegur dagur í dag. Við Fab 5 fengum að gjöf Easytone fatnað og TrainTone skó frá Reebok. Ekkert smá mikið flott, rosa þægileg föt og skórnir skemmtilega öðruvísi. Eins og það eitt hefði ekki dugað til að halda mér góðri í marga daga þá fór ég í ræktina í nýjum fötum og bætti tíman minn í 5 kílómetra hlaupinu sem þýðir að síðan ég byrjaði að rölta kvartandi í gegnum þetta fyrir 5 vikum þá er ég búin að bæta tímann minn um 9 mínútur.“

„Ég veit að Stjörnuþjálfunin og það að gera þetta svona fyrir allra augum hefur hjálpað mér helling ég ætla aldrei inní spéhræðsluskápinn aftur, ónei.“

Dagmar segir að átakið hafi eflt sig á allan hátt og sjálfstraustið sé mun betra nú en fyrir fimm vikum.

HÉR er hægt að lesa bloggið hennar.

Dagmar Ásmundsdóttir.
Dagmar Ásmundsdóttir. Golli / Kjartan Þorbjörnsson
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda