Léttist um 33 kíló á einu ári

Lilja Ingvadóttir fyrir og eftir. Fyrri myndin var tekin árið …
Lilja Ingvadóttir fyrir og eftir. Fyrri myndin var tekin árið 2008 þegar hún var næstum því komin í þriggja stafa tölu á vigtinni. mbl.is

Lilja Ingva­dótt­ir snyrti­fræðing­ur leitaði til Garðars Sig­valda­son­ar einkaþjálf­ara því hún var orðin leið á því að vera í slæmu lík­ams­ástandi og vigt­in var að detta í þriggja stafa tölu.

„Ég var allt of þung og búin að prófa alla megr­un­ar­kúra sem virkuðu ekki. Ég var leið á því að hafa enda­laust sam­visku­bit yfir öll­um mat sem ég inn­byrti og að geta ekki notið lífs­ins til hins ýtr­asta.  Ég vildi breyta líf­inu og lífs­stíl mín­um til fram­búðar. Það var eitt­hvað sem small í hausn­um á mér að hér væri komið nóg, enda vigt­in nán­ast kom­in í þriggja stafa tölu. Ég hafði sam­band við frænda minn, sem er lærður einkaþjálf­ari og fit­n­ess­meist­ari, sem benti mér á hann Garðar.  Að hann væri sá besti í að hjálpa fólki að breyta um lífs­stíl til fram­búðar. Enda sé ég ekki eft­ir því í dag. Það eru orð að sönnu. Ég vildi fá þjálf­ara með skyn­semi, sem gæfi mér gott aðhald alltaf, væri já­kvæður, hvetj­andi og áhuga­sam­ur um að koma mér í form.  Ein­hver sem færi þenn­an gullna meðal­veg sem virk­ar,“ seg­ir Lilja.

Í dag er Lilja 33 kíló­um létt­ari. Hún byrjaði hjá Garðari í apríl 2009 og náði 30 kíló­um af sér á einu ári og svo hef­ur hún misst þrjú í viðbót. Þegar hún byrjaði var fitu­pró­sent­an í 40% en er 15% í dag.

Lilja byrjaði að fitna þegar hún var 25 ára eða á sama tíma og hún eignaðist yngra barnið sitt. Hún seg­ist hafa bætt á sig jafnt og þétt til 38 ára ald­urs.

Þetta var ekk­ert sem að gerðist einn, tveir og þrír. Held­ur rokkaði ég upp og niður þessi 10-15 ár og ástandið var orðið hvað verst árið 2008.“

Hún hreyfði sig alltaf eitt­hvað á þessu tíma­bili og byrjaði stöðugt á nýj­um megr­un­ar­kúr­um. 

„Ég var alltaf í þessu klass­íska átaki, sem byrj­ar á morg­un! Ég keypti kort í rækt­ina en það dugði alltaf skammt. Ég fór í enda­lausa megr­un­ar­kúra sem ég sprakk á end­an­um á að vera í. Létt­ist og þyngd­ist fljótt aft­ur.“

Hún þakk­ar ár­ang­ur­inn mat­ar­dag­bók­inni sem Garðar lét hana skrifa dag­lega.  

Ég hef skrifað mat­ar­dag­bók nán­ast upp á hvern dag síðan ég byrjaði. Í seinni tíð skrifa ég endr­um og eins ef mér og hon­um finnst ár­ang­ur­inn á sér standa.  Ann­ars er ég kom­in í mjög góða rútínu bæði í mat og hreyf­ingu.  Með því að skrifa niður það sem maður borðar og klukk­an hvað, þá er hægt að skoða það eft­ir á og gera sér grein fyr­ir hvað maður er að láta ofan í sig og hvað það er sem má bet­ur fara. Hægt er að taka á vand­an­um strax. Hann smá breytti mataræðinu hjá mér, lét mig taka út brauð, pasta og flest­ar mjólk­ur­vör­ur, sem og allt gos og sæt­indi. Hann bætti inn meira af sal­ati, ávöxt­um/​smoot­hies sem milli­mál og einnig að passa vel upp á magn mat­ar. Hann sagði mér að fá mér bara einu sinni á disk­inn, al­veg sama hvað væri í boði. Hann hjálpaði mér að skipu­leggja mat­máls­tíma skv. skipu­lagi mínu tíma­lega séð. Og bannaði mér að láta líða meira en 3-4 tíma á milli máltíða.“

Jól­in eru oft erfið hjá mörg­um sem eru að reyna að passa lín­urn­ar. Lilja seg­ir að Garðar hafi kennt henni að gæta hófs.

„Hann kenndi mér að gæta hófs í öllu sem ég hef náð að gera og finna jafn­vægi í. Nammi­dag­ur­inn er ekki kíló af sæl­gæti, gos og pitsur eins og þú get­ur í þig látið, held­ur er það góður desert eft­ir kvöld­mat, kökusneið á sunnu­degi eða sauma­klúbb­ur í miðri viku.“

Lilja mæt­ir til Garðars þris­var í viku í Sport­hús­inu. Hún brenn­ir í 30 mín­út­ur fyr­ir hverja æf­ingu. Auk þess æfir hún sjálf 2-3 sinn­um í viku.

Einkaþjálf­un­in og mat­ar­dag­bók­in um­turnuðu lífi Lilju.

„Ég al­ger­lega hreinsaði daga­talið mitt og end­ur­skipu­lagði allt út frá því að mæta í rækt­ina og lét mat­máls­tíma vera í al­geru fyr­ir­rúmi. Ég setti sjálfa mig í for­gang. Ég var til­bú­in í breyt­ing­ar og láta annað sitja á hak­an­um til að ég náði tök­um á þessu. Enn þann dag í dag er heilsu­rækt­in al­gert for­gangs­atriði sem og mín­ir mat­máls­tím­ar og það er eng­inn af­sök­un að hafa ekki tíma til að hreyfa sig né að fá sér að borða. Þú tek­ur ekki pás­ur í rækt­inni eða hreyf­ingu, þetta er eitt­hvað sem þú þarft alltaf að gera, alla ævi til að halda heilsu og vera í góðu lík­am­legu og and­legu jafn­vægi. Ég sagði fáum frá þessu til að byrja með, hlustaði og gerði það sem Garðar benti mér á með opnu og já­kvæðu hug­ar­fari. Það ger­ir allt helm­ingi auðveld­ara. Þannig að fyrstu mánuðurn­ir fóru al­veg í þessa vinnu að hreinsa hug­ann og byrja að byggja allt hug­ar­far upp á nýtt.    Maður varð smá­egó­isti, enda verður maður að setja sjálf­an sig í fyrsta sæti til að geta gefið af sér meira til fólks í kring­um sig.“   

Var þetta erfitt? „Nei, ég var and­lega til­bú­in að tak­ast á við þetta og hef­ur þetta verið skemmti­legt frá fyrsta degi. Ég hlakka alltaf til hvers dags að mæta í rækt­ina og vera í svona góðu jafn­vægi. Garðar er líka þannig þjálf­ari að það er aldrei leiðin­legt, hann er alltaf í góðu skapi, með óbilandi trú á manni, og lyft­ir hverj­um sem er upp úr fýlu. Erfiðast var kannski að höndla öf­und og nei­kvæðni frá öðrum, sér­stak­lega eft­ir að ég var kom­in í fínt form. Þá fara sum­ir að skjóta á mann að maður þurfi að fara að hætta og koma með ein­hver voða góð comm­ent hvað þeim finnst. Sem bet­ur fer eru nú ekki marg­ir svona og flestall­ir mjög já­kvæðir á þess­ar breyt­ing­ar.“

Breytt­ist líf þitt að ein­hverju leyti eft­ir að þú grennt­ist? 
„Líf mitt hef­ur breyst mikið þannig séð. Mér líður hrika­lega vel á sál og lík­ama.  Finnst æðis­legt að vera kom­in í mitt besta form og það á fer­tugs­aldri. Sjálfs­traustið og ör­yggið í góðu lagi og enda­laust glöð og já­kvæð. Aldrei þess­ar sveifl­ur leng­ur, ekk­ert sam­visku­bit að hrjá mig eft­ir mat­máls­tíma. Ég nýt þess að vera til, vera sátt við sjálfa mig og viðhorf annarra til mín er hið besta. Mér finnst æðis­legt að sjá hvað fólk er yf­ir­höfuð ánægt með minn ár­ang­ur og það hef­ur virkað mjög hvetj­andi fyr­ir aðra að koma sér af stað í breytt­um lífs­stíl.  Það er al­ger­lega sú besta til­finn­ing að geta haft áhrif á annað fólk með því.   Marg­ir hafa  haft sam­band við mig og fengið upp­lýs­ing­ar um hvað ég er að gera.  Og mér finnst það al­veg æðis­legt ef ég get hjálpað öðrum að breyta lífi sínu til batnaðar.  Það er allt hægt ef vilj­inn er fyr­ir hendi.  Það er aldrei of seint!“

Svona lítur Lilja út í dag.
Svona lít­ur Lilja út í dag. mbl.is/​Gerða Gunn­ars
Árangurinn leynir sér ekki.
Árang­ur­inn leyn­ir sér ekki. mbl.is/​Gerða Gunn­ars
mbl.is/​Gerða Gunn­ars
mbl.is/​Gerða Gunn­ars
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda