Var alltaf að leita að töfralausn

Auður Guðmundsdóttir.
Auður Guðmundsdóttir. Golli / Kjartan Þorbjörnsson

Auður Guðmundsdóttir í Stjörnuþjálfun leitaði að töfralausnum til að komast í betra form en ekkert gekk fyrr en hún hóf lífstílsbreytinguna. Hún skrifar um upplifun sína á bloggi sínu. 

„Að koma sér í form eru engin geimvísindi, samt sem áður virðist þetta flækjast mjög fyrir mörgum. Ég var ein af þeim sem voru alltaf að leita af einhverri töfralausn til að grennast og koma mér í form. En svo þegar ég byrjaði í Stjörnuþjálfuninni uppgötvaði ég að þetta er í alvörunni bara ekkert flókið og hér er vel við hæfi að nota orðatiltækið : þú uppskerð eins og þú sáir! Ég vissi það nú samt örugglega alltaf innst inni að þetta væri voðalega einfalt, en ég bara einfaldlega nennti því ekki, fannst það of mikil vinna og of tímafrekt. Að koma sér í form og halda sér í formi er mikil vinna og tekur tíma, en í enda dags er það svo algjörlega þess virði og verður alltaf auðveldara og auðveldara. Hreyfing verður partur af deginum og maður getur hreinlega ekki lifað án þess þegar það kemst upp í vana. Svo hér er formúlan af því að grennast og koma sér í form, ekki í neinum töfrabúningi heldur bara einföld og hreinskilin:

Almennileg hreyfing 4-5 sinnum í viku og hollt mataræði.

Því meira sem þú hreyfir þig og því meira sem þú tekur á því í hvert skipti, því meiri árangri nærðu! Þetta er í alvörunni svona einfalt og ég er lifandi sönnun þess ásamt hinum fjórum stjörnuþjálfunarvinkonum mínum. En ég vil ítreka það að þetta er einfalt en alls ekkert auðvelt. Þetta er vinna, vinna, vinna og aftur vinna, en svo alls ekki leiðinleg vinna! 

Að borða hollt krefst mikill skipulagningar til að byrja með, því það er alltaf erfitt að breyta út frá vananum. Það kemst svo fljótt upp í vana. Mér fannst þetta gríðarlega mikill hausverkur til að byrja með, en núna er þetta bara alls ekkert erfitt. Til þess að vita hvað maður á að borða þarf maður fyrst að fræðast aðeins um næringarefni, hitaeiningar og blóðsykur svo eitthvað sé nefnt. Þessar upplýsingar eru flæðandi um allan veraldarvefinn og ætti ekki að vera flókið að finna. Síðan þarf maður að læra að lesa á umbúðir. Ég borða svona 1500-1700 hitaeiningar á dag og passa upp á að borða mikið grænmeti og ávexti. Til þess að ég verði ekki svöng passa ég mig að borða fæðu sem hefur lágan blóðsykursstuðul. Fæða sem hefur lágan blóðsykursstuðul stuðlar að því að við höldum blóðsykrinum tiltölulega stöðugum yfir daginn og að hann rokki ekki upp og niður. Ef við borðum hins vegar fæðu með háan blóðsykursstuðul, eins og til dæmis mjög kolvetnisríka máltíð eins og pasta eða brauð, rýkur blóðsykurinn mjög hratt upp. Það er bara þannig að flestallt, sem fer hratt upp, fer líka hratt niður og ef blóðsykurinn fer mikið niður verðum við aftur svöng þó svo að við séum nýbúin að borða. Svo ef við reynum að halda blóðsykrinum stöðugum verðum við minna svöng yfir daginn og borðum ekki meira en við þurfum.“

HÉR er hægt að lesa blogg Auðar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda