Hefur aldrei náð svona góðum árangri

Júlía Rós Júlíusdóttir.
Júlía Rós Júlíusdóttir. Eggert Jóhannesson

Júlía Rós Júlíusdóttir, sem tekur þátt í Stjörnuþjálfun, segir að það sé töluvert púsluspil að mæta þrisvar sinnum í viku í ræktina á milli 17.00 og 19.00.

„Ég hef aldrei verið svona föst í að mæta í tíma seinni part dagsins. Hef valið að vera á morgnana þegar krakkarnir sofa og þá er ég ekki að taka tímann frá þeim, þann stutta tíma sem maður hefur milli 5 og 8 á kvöldin. Ekki gleyma því að milli 5 og 8 þá er maður að henda í vélina og hafa til matinn og þetta helsta. Þið þekkið þetta mæður þarna úti."

Júlía segir að það sé allt öðruvísi að mæta í hóptíma en fara ein í ræktina á morgnana. Áður en hún byrjaði í Stjörnuþjálfun mætti hún í ræktina fimm til sex sinnum í viku en hún segir að árangurinn sé miklu betri eftir að hún byrjaði í Stjörnuþjálfun.

„Ég var alltaf föst í sama farinu þótt ég væri að taka á því 5-6 sinnum í viku. Ég er miklu meira að keyra mig út í klukkutíma. Einnig held ég að öll þessi djúpvöðvaþjálfun sé alveg málið fyrir mína parta. Alveg farinn að sjá mikinn mun á hvernig líkaminn er að mótast. Á þessum 3 vikum sem eru búnar af námskeiði tvö er ég samt ekkert búin að léttast, meira að segja aðeins þyngri (sem "by the way" þjálfarinn Anna er mjög ánægð með). Ég held að núna sé ég komin á þann stað að ég er í mótun og styrkurinn er að aukast og auðvitað úthaldið í leiðinni, en þá líka þyngist maður oft þegar styrkurinn eykst (jú, vöðvar þyngri en fita). Það er það sem mér finnst svo skemmtilegt að gera er að bæta styrk og úthald. Bæti hlaupatímann í hverri viku, reyni alltaf að gera erfiðustu útfærslu á æfingunum hennar Önnu Eiríks og síðan tekur maður stigann aukalega í Hreyfingu sem eru 9 hæðir sem margir eru farnir að gera á námskeiðinu.“

HÉR er blogg Júlíu.

Júlía Rós Júlíusdóttir.
Júlía Rós Júlíusdóttir. Golli / Kjartan Þorbjörnsson
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda