Þorði ekki að klæða sig fallega

Dagmar Ásmundsdóttir.
Dagmar Ásmundsdóttir. Eggert Jóhannesson

Dagmar Ásmundsdóttir þorði ekki að klæðast fatnaði sem henni þótti falleg því hún var alltaf að fela líkamann. Á bloggi sínu segir hún frá því að hún að það hafi verið stórt skref fyrir hana þegar hún fór að ganga í gammósíum því henni fannst þær sýna of mikið hold.

„Ég er búin að vera svo meðvituð um fitu sem hefur ekki alltaf verið svo mikil en ALLTAF verið hrædd um að ganga í fötum sem mér hefur fundist falleg. Það eru til dæmis ekki nema ca 2 ár síðan ég fór að ganga í leggings, ég fór frekar í buxur undir kjól en sokkabuxur,“ segir hún. Hún var alltaf í síðerma gollu til að fela handleggina. Hún segist í fyrsta skipti vera að koma til og hefur Stjörnuþjálfun hjálpað henni mikið. 

„Ég er að rifja upp hversu miklu skemmtilegri öll unglingsárin hefðu verið ef ég hefði ekki verið með svona ranga mynd af sjálfri mér. Ég fór aldrei í sund með vinum mínum því ekki fór ég í sundbol, ég hugsaði.... er rosa asnalegt ef ég verð bara í víðum bol utan yfir sundbolinn ...“ segir hún á bloggi sínu. 

„Mín uppskrift, að mun skemmtilegra lífi, er að læra að borða rétt og líkamsrækt. Þessar vikur sem ég er búin að vera í þessari LÍFSTÍLSBREYTINGU (já ég sagði það og skal sanna mig að það er það sem ég er að gera) hef ég lært svo margt um mig ég: er sterkari en ég hélt. Ég hef mun meiri vilja til að vinna vinnuna sem þarf til að koma mér í gott form og mér finnst þetta gaman. Ég er hamingjusamari og ég held ég sé betri í skapinu. Ég er meira að segja farin að mæta í stutterma í ræktina og ég er aðeins farin að leyfa bossanum að sjá heiminn en ekki alltaf vera í einhverju síðu yfir, hann er bara ágætur greyið hehe sko mig.“

HÉR er hægt að lesa bloggið hennar.

Dagmar Ásmundsdóttir.
Dagmar Ásmundsdóttir. Golli / Kjartan Þorbjörnsson
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda