10 kíló fuku í Stjörnuþjálfun

Eva Margrét Kristinsdóttir.
Eva Margrét Kristinsdóttir.

Eva Margrét Kristinsdóttir geislar eftir 12 vikna ferðalag í Stjörnuþjálfun enda missti hún 41 sm í heildina.

„Eftir smáspark í rassinn frá góðri vinkonu ákvað ég að slá til og skrá mig í Stjörnuþjálfun Smartlands. Ég hélt að þetta yrði bara eins og hver annar leikur á facebook og ég myndi auðvitað ekkert komast í lokahópinn. En viti menn, pósturinn frá Mörtu Maríu kom og ég var ein af 20 sem voru boðaðar í viðtal, en aðeins fimm kæmust í lokahópinn.

Mér fannst þetta ótrúlega stór og erfið ákvörðun. Ég vissi að ef ég færi í þetta viðtal yrði ég að komast alla leið. Keppnismanneskjan í mér myndi ekki sætta sig við að mæta í viðtal og „tapa“, þ.e. ekki komast áfram. Ég þekki líka vini mína og fjölskyldu og var handviss um að minn vinaher myndi gera allt sem hann gæti til að fleyta mér áfram. Ég tók því mjög vel ígrundaða ákvörðun, talaði við fólkið mitt og ráðfærði mig við marga sem ég lít upp til. Eftir smáumhugsun og fullt af góðum ráðum frá góðu fólki ákvað ég að láta slag standa. Vinir mínir og fjölskylda stóðu sig eins og hetjur í „like“-keppninni og ég er svo ótrúlega þakklát ykkur öllum sem hjálpuðu mér að fá rúmlega 600 „like“ án ykkar hefði ég ekki fengið þetta frábæra tækifæri.“

Hún segist hafa verið 150% viss um að hún myndi leggja allt í þetta verkefni og það tókst svo sannarlega.

„Þessa þrjá mánuði ætlaði ég að einbeita mér að sjálfri mér, hætta öllu djammi og djúsi og koma mér aftur í fyrra stand. Ég spilaði handbolta í mörg ár, hætti fyrir rúmum þremur árum. Eftir að ég hætti var ég dugleg að halda mér í formi og hljóp hálft maraþon fyrstu tvö árin. Ég flutti svo til Danmerkur í skiptinám í eitt ár. Þetta ár er eitt besta ár lífs míns, en hafði það í för með sér að gleðin var meira við völd en hollt líferni. Mig langaði líka að prófa eitthvað nýtt, nýja stöð, nýjan kennara og nýja tíma.

Þessar 12 vikur hafa verið frábærar. Ég er komin í mitt fyrra form, ef ekki betra. Ég er farin að hlaupa hraðar, 10 km eru ekkert mál og nú mun ég bara bæta við. Vöðvarnir eru mættir til leiks aftur og ég ætla aldrei að detta aftur í þá gryfju að hætta að lyfta. Mér líður frábærlega, hef kynnst yndislegu fólki og veit upp á hár hvað þarf til að vera í toppformi.

Anna Eiríks - Takk fyrir alla þjálfunina. Hver einn og einasti tími var frábær og skemmtilegur og í þessar tólf vikur voru ekki neinir tímar eins. Þú hafðir alltaf trú á að mér myndi takast þetta og án þíns stuðnings hefði ekkert af þessu gerst. Ég hlakka til að koma á nýtt námskeið í janúar. Takk fyrir mig.

Vaka - Hjólatímarnir hjá þér voru geggjaðir, ég hlakkaði alltaf til að mæta á fimmtudögum til þín og skella mér á hjólið. Litlu fróðleiksmolarnir þínir í lok hvers tíma voru ómetanlegir. Takk fyrir mig.

Marta María - Takk fyrir að vera fabjúlöss og halda utan um okkur í þessar 12 vikur. Takk fyrir allar reddingarnar og peppið. Takk fyrir að gefa mér þetta frábæra tækifæri sem ég verð ævinlega þakklát fyrir. Þú ert algjör snillingur.

Fab 5 - Takk fyrir alla samveruna, þið eruð allar yndislegar og það var svo gott að geta talað við ykkur um allt og ekkert. Án ykkar held ég að enginn hefði nennt að tala við mig lengur. Ómetanlegt að geta talað um allt þetta „leiðinlega“ við ykkur svo annað fólk fengi ekki ógeð á þessum umræðum. Þetta 12 vikna ævintýri hefði ekki verið eins án ykkar.“

Lokatölurnar: -10,3 kg, -8,1% í fitu og -41 cm í heild.

HÉR er hægt að lesa bloggið í heild sinni.

Eva Margrét Kristinsdóttir.
Eva Margrét Kristinsdóttir.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda