Annie Mist breytir til

Annie Mist Þórisdóttir.
Annie Mist Þórisdóttir.

Hraustasta kona heims, Annie Mist Þórisdóttir, hefur gengið til liðs við eigendur Crossfit Reykjavík. Hún vakti heimsathygli á síðasta ári þegar hún vann heimsleikana í crossfit sem haldnir voru í Los Angeles í ágúst og fékk að launum rúmar 30 milljónir.

Á nýja staðnum mun hún undirbúa af kappi þátttöku sína í næsta heimsmeistaramóti í crossfit auk þess að taka þátt í almennri þjálfun, afreksþjálfun og þjálfun þjálfara.

Áður en Annie tók þátt í heimsleikunum hafði hún endað í 11. sæti 2009 og 2. sæti 2010. Þá varð hún einnig Evrópumeistari í greininni 2010 og 2011 og Íslandsmeistari 2009, 2010 og 2011.

Crossfit Reykjavík var stofnað 2010 og hefur á skömmum tíma orðið helsta vígi crossfit á Íslandi.

Annie Mist Þórisdóttir, lyftingakona ársins 2011.
Annie Mist Þórisdóttir, lyftingakona ársins 2011. mbl.is/Ágúst Sigurjónsson
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda