Borgarstjóradóttir í sínu besta formi

Margrét Edda Gnarr er komin til Ameríku þar sem hún …
Margrét Edda Gnarr er komin til Ameríku þar sem hún ætlar að keppa á Arnold Classic. mbl.is/Jónas Hallgrímsson

Borgarstjóradóttirin, Margrét Edda Gnarr, er á leiðinni til Bandaríkjanna þar sem hún mun keppa á Arnold Classic mótinu sem fram fer dagana 1.-4. mars í Ohio. Undirbúningur fyrir keppnina hefur staðið yfir lengi og hefur Margrét Edda æft af kappi fyrir mótið sem er eitt stærsta líkamsræktarmót í heimi. Á mótinu er keppt í fitness, vaxtarrækt og kraftlyftingum.

Fyrrverandi ríkisstjórinn, leikarinn og vaxtarræktartröllið, Arnold Schwarzenegger, stofnaði mótið og er það haldið ár hvert í Columbus í Ohio.

„Við erum um 18 keppendur sem förum frá Íslandi til að keppa í bikiní og „figure“ flokki. Ég sjálf mun keppa í bikiní class c, sem er stærsti flokkur af sex hágæðaflokkum. Allt frægasta fitness-liðið í heiminum verður þarna eins og til dæmis Nathalia Melo sem keppir í „Pro“ bikiní flokki. Ég held að hún muni vinna þann flokk,“ segir Margrét Edda. 

Þegar Margrét Edda er spurð út í undirbúninginn fyrir mótið segir hún að hann hafi gengið vel.

„Ég hefði aldrei getað gert þetta án æðislegu styrktaraðilanna minna sem eru Nings, Marko merki, Augnhár og fegurð og Snyrtistofan Mizu, Reebok, harlengingar.is, Betsson, Sólbaðsstofan Sælan, Perform.is, Kiss, Solid hár, Silla Make Up og Hámark.“

Þegar Margrét Edda er spurð út í mataræði sitt segist hún borða hafragraut með kanil, próteini og glútamín í morgunmat. Á milli mála hefur hún fengið sér próteindrykkinn Hámark. Í hádeginu hefur hún borðað rétt númer 68 frá Nings og borðað próteineggjaköku sem inniheldur tvær eggjahvítur og prótetin í millimál. Stundum hefur hún einnig borðað poppkex með lífrænu hnetusmjöri fyrir æfingar. Eftir æfingar hefur próteindrykkur og grænt epli orðið fyrir valinu. Í kvöldmat hefur hún oft borðað kjúklingabringu með 100 gr. af sætum kartöflum. Fyrir svefninn segist hún hafa fengið sér meira prótein og glútamín.

Katrín Eva hjá Betri árangur.is hefur þjálfað Margréti Eddu fyrir mótið.

„Ég byrjadi ad lyfta fyrir alvöru í júní í fyrra en þá var ég aðeins 47 kíló. Í dag er ég í besta formi lífs míns,“ segir Margrét Edda.

Margrét Edda.
Margrét Edda. mbl.is/Jónas Hallgrímsson
Margrét Edda Gnarr.
Margrét Edda Gnarr. mbl.is/Jónas Hallgrímsson
Margrét Edda Gnarr.
Margrét Edda Gnarr. mbl.is/Jónas Hallgrímsson
Margrét Edda Gnarr.
Margrét Edda Gnarr. mbl.is/Jónas Hallgrímsson
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda