Getnaðarvörn sem framkallar ekki kynkulda

Lára Bryndís Pálmarsdóttir og eiginmaður hennar.
Lára Bryndís Pálmarsdóttir og eiginmaður hennar. mbl.is

Líf Láru Bryndísar Pálmarsdóttur tók U-beygju fyrir þremur árum þegar hún tók mataræði sitt föstum tökum og áttaði sig á því að hún væri matarfíkill. Í kjölfarið leitaði hún sér hjálpar í 12 spora samtök og í dag er líf hennar mun hamingjuríkara. Eftir að hún tók á sínum málum áttaði hún sig á því að henni væri ekki sama um líkama sinn og vildi ekki bjóða honum hvað sem er.

Í apríl 2010 eignaðist Lára Bryndís sitt annað barn og eftir fæðingu fór hún að huga að getnaðarvörnum. Hún segist ekki hafa getað hugsað sér að taka inn hormóna og ákvað að leita annarra leiða.

„Ég hafði verið að pillunni áður og fann fyrir miklum aukaverkunum. Ég gat heldur ekki hugsað mér að fara á lykkjuna því að ég fór ekki á blæðingar í sex ár þegar ég var á henni og fannst það inngrip eftirá að hyggja mjög ógnvænlegt. Með því að stöðva blæðingar er verið að eyðileggja náttúrulegt ferli. Ég ráðfærði mig við hómópatann minn, Guðrúnu Óladóttur, sem fann fyrir mig „náttúrulega getnaðarvörn“,“ segir Lára Bryndís. Um er að ræða þýska tölvu sem heitir Lady-Comp. Hún mælir hitastig kvenna á hverjum morgni og út frá þeim upplýsingum er hægt að sjá hvort kona geti stundað kynlíf án þess að verða þunguð. Ef tölvan sýnir grænt ljós er ekkert að vanbúnaði en ef tölvan sýnir rautt ljós þarf konan að grípa til getnaðarvarna ef hún ætlar að hafa samfarir.

Þótt tölvan virki vel fyrir konur sem vilja forðast þungun getur hún einnig hjálpað konum sem eru að reyna að eignast barn. Um er að ræða aðra gerð af tölvu sem er ögn nákvæmari en sú fyrrnefnda.

Tölvan er byggð á þúsundum tíðarhringja kvenna og hefur búnaðurinn verið í þróun í meira en 25 ár í Þýskalandi. Fram kemur að tölvan sé 99,3% örugg sem getnaðarvörn.

Alsæll eiginmaður

Lára Bryndís er búin að nota tölvuna í tvö ár og segir að hún sé alger snilld. „Mér finnst þetta frábær lausn fyrir þá sem vilja hafa líf sitt sem náttúrulegast.“

Lára Bryndís er gift og segir hún að eiginmanni sínum líki vel við þetta fyrirkomulag.

„Maðurinn minn er líka alsæll því ég upplifði mikinn kynkulda af hormónum fyrri getnaðarvarna. Auk þess framkölluðu hormónin þunglyndi og aukna matarlyst. Þegar ég fór að tala um þetta við vinkonur mínar komst ég að því að þær höfðu upplifað það sama með því að vera á getnaðarvörnum með hormónum í.“

Lára Bryndís Pálmarsdóttir.
Lára Bryndís Pálmarsdóttir. mbl.is
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda