Fjölmiðlakonan Eva María Jónsdóttir er prímusmótorinn í Hlaupárshlaupinu sem fram fer í dag kl. 16.30. Mæting er við Sundlaug Seltjarnarness og verður hlaupið til styrktar Einstökum börnum. Hægt er að velja um tvær hlaupaleiðir, 5 eða 10 km.
Engin tímataka er og ekkert þátttökugjald, aðeins ánægjan af því að styrkja gott málefni. Hægt er að heita á hlauparana: 904-1001 fyrir 1500 kr 904-1003 fyrir 3000 kr 904-1005 fyrir 5000 kr.