Ein af flottustu heilsulindum heims

Skvísur í Bláa Lóninu.
Skvísur í Bláa Lóninu. Ljósmynd/Bláa lónið

Bláa lónið kemst á lista bandaríska tískutímaritsins Elle yfir átta flottustu heilsulindir heims. Í greininni segir að gestum líði ekki einungis eins og þeir séu í fríi á plánetunni Satúrnusi heldur hafi Bláa lónið, sem er ríkt að steinefnum og þörungum, mýkjandi og góð áhrif á húðina. Blaðamaður Elle mælir sérstaklega með „Silica Salt Glow“-meðferðinni og segir að þeir sem prófi hana upplifi fullkomna slökun og að húðin hafi aldrei verið mýkri.

„Blaðamaður Elle heimsótti okkur síðasta haust og upplifði Bláa lónið og einstakt umhverfi þess. Elle er virt og víðlesið tímarit og því er það frábært að vera á meðal þeirra staða sem Elle mælir með fyrir lesendur sína. Við á Íslandi þurfum því ekki að ferðast langt til að upplifa spa eins og það gerist best í heiminum,“ segir Magnea Guðmundsdóttir, kynningarstjóri Bláa lónsins. 

Þessar heilsulindir komust á listann:

Little Palm Island
Little Torch Key, Florida
littlepalmisland.com

Rancho Pescadero
Baja California Sur, Mexico
ranchopescadero.com

Beverly Hills Hotel
Beverly Hills, California
beverlyhillshotel.com

Les Sources de Caudalíe
Bordeaux, France 
sources-caudalie.com

Miraval Resort & Spa
Tucson, Arizona
miravalresorts.com

La Réserve Genève
Geneva, Switzerland
lareserve.ch

Solage Calistoga
Calistoga, California
solagecalistoga.com

Bláa Lónið.
Bláa Lónið. mbl.is/Bláa lónið
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda